Fjórtánda umferð Olísdeildar kvenna fór fram í gær með fjórum leikjum. Þar með er tveimur þriðju leikja deildarkeppninnar lokið.
Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna ásamt markaskorurum. Einnig er að finna hlekki á frásögn af hverjum og einum leik. Einnig...
Haukar færðust upp í fimmta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með 11 marka sigri á HK, 32:21, í Kórnum. Haukar hafa þar með 10 stig og færðust upp fyrir KA/Þór sem hefur sama stigafjölda. HK rekur áfram...
Eftir tvo slaka leiki í röð þá hertu leikmenn Selfoss upp hugann í dag og náðu að sýna betri leik þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í TM-höllina í 14. umferð Olísdeildar kvenna. Frammistaðan dugði Selfoss-liðinu ekki til sigurs en...
Valur sótti tvö stig í heimsókn sinni til KA/Þórs í KA-heimilið í dag, 23:20, í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna. Sigurinn færði Val á ný upp að hlið ÍBV í efsta sæti Olísdeildar. Hvort lið hefur 24 stig eftir...
ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik...
Fjórir leikir fara fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Engan bilbug er að finna á leikmönnum og þjálfurum í annarri viku þorra enda sólin tekin að hækka nokkuð á lofti. Leikir 14. umferðar standa fyrir dyrum. Að...
Ekkert verður af því að keppni hefjist í Olísdeild karla í dag eins og til stóð. Viðureign Harðar og ÍBV sem vonir voru bundnar við að færi fram og hæfist í íþróttahúsinu á Torfnesi klukkan 15 í dag hefur...
Frakkinn Leo Renaud-David leikur ekki með Herði frá Ísafirði á morgun gegn ÍBV í Olísdeild karla á Torfnesi eins og vonir forsvarsmanna Harðar hafa staðið til. Félagaskipti hans eru föst í félagaskiptakerfi Handknattleikssambands Evrópu, EHF, vegna þess að hann...
Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2025. Rašimas er og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markvörðum Olísdeildar karla undanfarin tímabil.
Rašimas er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn...
Handknattleiksmenn FH koma endurnærðir og þar af leiðandi væntanlega fílefldir til leiks þegar keppni hefst að nýju í Olísdeild karla um mánaðamótin. FH-ingar eru þessa dagana á Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife við æfingar. Þeir eru væntanlegir...
Valur og ÍBV deila áfram efsta sæti Olísdeildar kvenna eftir leiki 13. umferðar í gær. Hvort lið hefur 22 stig. Valur vann HK með 16 marka mun í Orighöllinni, 41:25, á sama tíma og ÍBV vann einnig stórsigur í...
Þrettánda umferð Olísdeildar kvenna fer fram í dag með fjórum leikjum þar sem ekkert verður gefið eftir fremur en fyrri daginn.
Eins verða leikir í Grill 66-deildum karla og kvenna. Síðast en ekki síst stendur fyrir dyrum önnur umferð í...
Íslenski keppnishópurinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð þarf ekki að hafa áhyggjur af covid á næstunni. Allir reyndust neikvæðir í gærkvöld við sýnatöku sem gerð var eftir að riðlakeppninni lauk. Næsta skimun verður eftir milliriðlakeppnina.
Reynir Þór Stefánsson...
Fram vann stórsigur á Selfossi, 31:19, í lokaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld en um var að ræða síðasta leik 12. umferðar deildarinnar. Fram færðist þar með aðeins nær Stjörnunni sem situr í þriðja sæti deildarinnar....
Fjórir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Auk þess verður ekki slegið slöku við á heimsmeistaramótinu í handknattleik fremur en aðra daga um þessar mundir.
Olísdeild kvenna:Úlfarsárdalur: Fram - Selfoss, kl. 19.30...