- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Dagskráin: Deildakeppnin og Evrópuleikur

Þriðju umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með tveimur leikjum sem fram fara í Kórnum og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þar mætast einnig liðsmenn Hauka og Aftureldingar í síðasta leik fimmtu umferðar Olísdeildar karla fljótlega eftir að viðureign Hauka...

Framarar lögðu meistarana og eru ósigraðir í Úlfarsárdal

Fram varð fyrst liða til þess að vinna Íslands- og bikarmeistara Vals í Olísdeild karla á tímabilinu. Það átti sér stað í kvöld í hinu glæsilega íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal, lokatölur, 37:34. Staðan í hálfleik var 20:14 fyrir Framara...

Allt opið á Akureyri fyrir síðari leikinn

Hildur Lilja Jónsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu tvö síðustu mörk leik KA/Þórs gegn HC Gjorce Petrov frá Norður Makedóníu og tryggðu þar með jafntefli, 20:20, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í...
- Auglýsing -

Leikjavakt: Sjö leikir standa yfir

Fram og Valur mætast í 5. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal klukkan 19.30. Einnig leikur KA/Þór við HC Gjorche Petrov í 1. umferð í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í KA-heimilinu klukkan 19.30. Um er að...

Geggjað að fá að spila Evrópuleiki í KA-heimilinu

„Það er gríðarleg tilhlökkun innan hópsins og á meðal fólks á Akureyri fyrir þessum leikjum sem eru þeir fyrstu hjá KA/Þór á heimavelli í Evrópukeppni,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í samtali við handbolta.is vegna leikjanna tveggja við...

„Ég túlka þessar myndir sem gróft brot“

„Ég túlka þessar myndir sem gróft brot og ætla að horfa á upptöku til að átta mig betur á þessu. Ég hef beðið dómara um að fylgjast vel með brotum af þessu tagi,“ sagði Kristján Gaukur Kristjánsson formaður dómaranefndar...
- Auglýsing -

Dagskráin: Reykjavíkurslagur í dalnum – Evrópuleikur á Akureyri

Í mörg horn verður að líta fyrir handknattleiksáhugafólk í kvöld. Sex leikir fara fram í þremur deildum auk þess sem Evrópuleikur fer fram í KA-heimilinu, sá fyrsti í hart nær tvo áratugi. Fram og Valur mætast í Úlfarsárdal klukkan 19.30...

Fimmta umferð – fargi létt af FH-ingum – úrslit kvöldsins

Þrír leikir fóru fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Hæst bar sennilega að FH-ingum tókst loksins að vinna leik eftir tvö jafntefli og tvo tapleiki í upphafsumferðunum fjórum. FH vann Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi með þriggja...

Leikjavakt: Fylgst með þremur leikjum

Þrír leikir voru í kvöld í Olísdeild karla, 5. umferð. Kl. 18: ÍBV - Stjarnan.Kl. 19.30: KA - ÍR.Kl. 19.30: Grótta - FH. Handbolti.is fylgdist með leikjunum í textalýsingu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -

Ætlum ekki að verða farþegar í keppninni

„Mér líst vel mótherjana og sé ekki betur en að við höfum fengið allan pakkann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í morgun eftir að dregið var í riðla...

Dagskráin: Taplausir Eyjamenn fá heimsókn – verja Gróttumenn vígið? – ÍR til Akureyrar

Fimmta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem fram fara í Vestmannaeyjum, á Seltjarnarnesi og á Akureyri. Riðið verður á vaðið í Vestmannaeyjum klukkan 18 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Stjörnunnar. ÍBV er í öðru...

Tvö Íslendingalið mæta Valsmönnum í Evrópudeildinni

Valur verður í B-riðli Evróudeildarinnar í handknattleik karla með PAUC frá Frakklandi, þýska liðinu Flensburg, sænsku meisturunum frá Ystads, Benidorm frá Spáni og ungverska liðinu Ferencváros sem er með bækistöðvar í Búdapest. Fyrsti leikur Vals verður gegn PAUC þriðjudaginn...
- Auglýsing -

Textalýsing: Dregið í riðla Evrópudeildar

Dregið verður í riðla Evrópudeildar karla í handknattleik í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu klukkan 9. Íslands- og bikarmeistarar Vals verða á meðal liðanna 24 sem degin verða í fjórar sex liða riðla. Handbolti.is fylgist með drættinum hér fyrir neðan.

Valur og Stjarnan áfram á sigurbraut – úrslit og markaskor

Lið Vals og Stjörnunnar eru áfram ósigruð í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hvort þeirra hefur leikið þrisvar sinnum. Valur vann Fram, 27:22, í Origohöllinni í kvöld en Stjarnan vann KA/Þór með 11 marka mun í TM-höllinni í...

KA/Þór hefur samið við brasilíska konu – leikheimild er í höfn

Brasilíska handknattleikskonan Nathalia Soares Baliana hefur samið við KA/Þór og fengið leikheimild hjá HSÍ, eftir því sem fram kemur á félagaskiptavef HSÍ. Reikna má með að Baliana gangi rakleitt inn í leikmannahóp KA/Þórs og verði hugsanlega með gegn Stjörnunni...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -