Íslandsbikarinn í handknattleik karla getur farið á loft í íþróttamiðstöðinni i Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í kvöld þegar fjórðu viðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn verður lokið. Til þess að svo verði þarf Valur að vinna leikinn. Flautað...
Leikmenn ÍBV bjuggu sig undir stórleikinn við Val á morgun m.a. með því að koma saman heima hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni í dag og snæða ylvolgar pönnukökur með sykri, eftir því sem kemur fram á vef Eyjafrétta í kvöld.ÍBV...
Miðasala á fjórða úrslitaleik ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik er komin á fulla ferð á miðasöluappinu Stubbur og ætti að vera orðið öllu áhugafólki um íþróttir vel kunnugt. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á morgun,...
„Stóru fréttirnar af fundinum eru fjórar reglubreytingar sem taka gildi í sumar sem hafa verið töluvert í umræðunni síðustu vikur og mánuði,“ sagði Kristján Gaukur Kristjánsson nýkjörinn formaður dómaranefndar HSÍ í samtali við handbolta.is.Fyrsta embættisverk Kristjáns Gauks, ef...
„Við vorum að elta nánast allan leikinn. Okkur tókst að komast yfir, 5:3, en eftir það var Fram með yfirhöndina. Okkur tókst ekki að loka nógu vel í vörninni og fengum líka mörg hraðaupphlaup á okkur. Auk þess þá...
„Við ætluðum okkur að halda heimaleikjaréttinum og vinna hér í kvöld. Það tókst og vonandi er þetta síðasti leikur okkar í Safamýri,“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir leikmaður Fram eftir að liðið vann Val með þriggja marka mun, 25:22, í þriðju...
Fram komst yfir á ný í rimmu sinni við Val eftir sigur í þriðja háspennuleik liðanna í Framhúsinu í kvöld, 25:22, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Fram hefur þar með tvo vinninga en Valur...
Ólafur Víðir Ólafsson hefur verið ráðinn mótastjóri Handknattleikssambands Íslands. Kemur hann galvaskur til starfa 1. ágúst.Ólafur Víðir er vel þekktur innan handknattleikshreyfingarinnar. Árum saman lék hann með HK og varð m.a. bikarmeistari 2003 og Íslandsmeistari 2012 með með liði...
Ekkert er slakað á úrslitakeppninni í handknattleik þessa daga. Frekar herða liðin sem eftir eru róðurinn en hitt. Eftir háspennu í Origohöllinni í gærkvöldi í þriðju viðureign Vals og ÍBV í úrslitum Olísdeildar karla færist vettvangur úrslitakeppninnar yfir í...
„Það er ferlega súrt að tapa vegna þess að við vorum komnir með klassastöðu til þess að vinna og vera nánast á heimavelli með alla þessa frábæru áhorfendur með okkur. Þeir eru ómetanlegir,“ sagði Dagur Arnarsson leikmaður ÍBV í...
„Svona verður framhaldið enda um tvö skemmtileg lið að ræða sem gefa aldrei þumlung eftir,“ sagði Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í eftir sigur Vals, 31:30, á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í...
Valsmenn náðu á ný yfirhöndinni í rimmunni við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld með eins marks sigri, 31:30, í frábærum handboltaleik í Origohöllinni á Hlíðarenda. Þar með hefur Valur náð í tvo vinninga en Eyjamenn einn...
Að minnsta kosti 200 Eyjamenn eru á leiðinni í bæinn í hópferð ÍBV á þriðja úrslitaleik Vals og ÍBV um Íslandsmeistartitilinn í handknattleik karla sem hefst í Origohöllinni klukkan 19.30. Ekkert verður slegið af í kvöld.Meðfylgjandi myndskeið fékk...
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Óðinn Þór Ríkharðsson voru valin bestu leikmenn kvennaliðs KA/Þórs og karlaliðs KA á lokahófi handknattleiksdeildar KA sem haldið var á Vitanum í gærkvöld. Þar var keppnistímabilið sem er að baki gert upp. Frá þessu er...
„Það eru heldur fleiri miðar farnir út núna en fyrir fyrsta leikinn,“ sagði Theódór Hjalti Valsson starfsmaður Vals við handbolta.is í morgun spurður hvort líflegt væri yfir sölu aðgöngumiða á þriðja leik Vals og ÍBV í úrslitum Íslandsmóts karla...