Svartfellingar voru önnur þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna. Það varð staðfest með sigri svartfellska landsliðsins á rúmenska landsliðinu í milliriðlakeppni EM í kvöld, 35:34, í háspennuleik í Skopje.
Svartfellingar hafa sex...
Landsliðsmaðurinn Arnar Freyr Arnarsson fékk tak aftan í annað lærið í fyrri hálfleik í viðureign Melsungen og Stuttgart í þýsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum. Arnar Freyr fór í myndatöku...
Svíar halda í vonina um sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið Ungverja, 30:25, í Ljubljana í kvöld. Svíar hafa þar með fjögur stig fyrir lokaumferðina á miðvikudagskvöld þegar þeir mæta Króötum. Sænska landsliðið var...
Evrópu- og heimsmeistarar Noregs eru öruggir um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Slóveníu. Norska landsliðið vann landslið Slóveníu í frábærum handboltaleik í Ljubljana í kvöld, 26:23, eftir að hafa verið marki yfir, 16:15, að loknum...
Ekkert virðist getað stöðvað franska landsliðið, fremur en það norska, á Evrópumótinu í handknattleik kvenna. Frakkar unnu Svartfellinga með átta marka mun í kvöld, 27:19. Svartfellingar voru fyrir leikinn í kvöld taplausir eftir góða leiki í riðlakeppni mótsins. Þar...
Norska landsliðið í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi. Í fyrsta sinn á mótinu reyndi verulega á heims- og Evrópumeistarana þegar þeir mættu grönnum sínum frá Svíþjóð...
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans, Flensburg, vann Erlangen, 31:29, í Flens-Arena í gærkvöld. Flensburg færðist upp í þriðja sæti deildarinnar við þennan sigur með 17 stig eftir 12 leiki. Kiel er...
Danska landsliðið steig stórt skref í átt að sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld með stórsigri á landsliði Króatíu, 26:17, í fyrri leik kvöldsins í milliriðli eitt sem leikinn er í Ljubljana. Danir hafa nú sex...
Bianca Bazaliu tryggði Rúmenum í kvöld sigur á Spánverjum á Evrópumóti kvenna í handknattleik með sannkölluðu langskoti í þann mund sem leiktíminn var úti, 28:27, í síðari leik milliriðils tvö sem leikinn er í Skopje. Myndskeið af markinu...
Vonir Hollendinga um sæti í undanúrslitum eru nánast úr sögunni með tapi fyrir Þjóðverjum, 36:28, í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Skopje í kvöld. Þýska liðið var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.
Hollenska liðið...
Thelma Dögg Einarsdóttir hefur verið lánuð frá Stjörnunni til FH sem leikur í Grill 66-deildinni. Hún lék sinn fyrsta leik með FH í fyrrakvöld gegn ungmennaliði Vals og skoraði fimm mörk í 28:22 sigri FH-liðsins.
Grétar Ari Guðjónsson varði tvö...
Danir unnu nauðsynlegan sigur á Ungverjum í síðari leik dagsins í millriðli eitt á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Ljubjana í kvöld, 29:27, í afar jafnri og skemmtilegri viðureign.
Sandra Toft innsiglaði bæði stigin þegar hún varði vítakast hálfri...
Slóvenar hreinlega kjöldrógu nágranna sína frá Króatíu í fyrsta leik milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik Arena Stozice í Ljubljana í kvöld og unnu með átta marka mun, 26:18, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir. Aðeins var eins...
Óánægja ríkir með framgöngu spænska landsliðsins á síðustu mínútu leiks Spánar og Þýskalands í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna í gærkvöld. Svo virðist sem leikmenn spænska landsliðsins hafi viljandi kastað langt yfir þýska markið af löngu færi eftir að...
Slóvenska landsliðið vann Serba í lokaumferð riðlakeppni EM á þriðjudagskvöld og sendi þar með serbneska landsliðið heim. Svo skemmtilega vill til að Tamara Mavsar, einn leikmanna slóvenska landsliðsins, er eiginkona Uros Bregar landsliðsþjálfara Serba. Bregar er Slóveni og þjálfaði...