- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Austurríki verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu

Íslenska landsliðið mætir austurríska landsliðinu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem í húfi verður þátttökuréttur á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í janúar á næsta ári. Austurríki lagði Eistland, 27:24, í Tallin í kvöld og...

Ísrael fór áfram – Erlingur mætir Portúgal

Landslið Ísrael er komið áfram í síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa fremur óvænt lagt landslið Litáen öðru sinni í dag, 27:25, í síðari viðureign liðanna í Alytus í Litáen. Ísrael vann...

Molakaffi: Elín Jóna, Wiede, Rodriguez, Danir, Frakkar, Turið Arge

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sjö skot, þar af eitt vítakast, 22%, þegar lið hennar Ringköbing Håndbold tapaði á heimavelli fyrir meisturum Odense Håndbold, 35:32, í dönsku úrvalsdeildinni í gær.  Odense er efst í deildinni með 48 stig eftir 25...
- Auglýsing -

Belgar brjóta blað í handknattleikssögunni

Belgar brutu ekki aðeins blað í eigin sögu á handknattleiksvellinum í kvöld heldur einnig alþjóðlega þegar þeir tryggðu sér í fyrsta sinn keppnisrétt í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Belgar unnu Slóvaka á heimavelli, 31:26, og samanlagt með þriggja...

Molakaffi: Ágúst Ingi, Felix Már, Danir, Norðmenn, Svíar, Vujovic, Lagerquist, Gros, Colina

Ágúst Ingi Óskarsson átti stórleik og skoraði 10 mörk þegar lið hans Neistin tapaði fyrir Kyndli, 24:23, í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Felix Már Kjartansson skoraði fjögur mörk og var næst markahæstur liðsmanna Neistans sem er næst...

Austurríkismenn sluppu með skrekkinn

Austurríska landsliðið slapp með skrekkinn í kvöld þegar það mætti landsliði Eistlands í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Bregenz í Austurríki. Heimamenn náðu að kreista fram tveggja marka sigur, 35:33, eftir að...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elías Már, Axel, Ben Ali, Eriksson, Wiechers

Elías Már Halldórsson fagnaði sigri með liði sínu, Fredrikstad Bkl., í gærkvöld í norsku úrvalsdeild kvenna. Fredrikstad Bkl. vann þá Oppsal á heimavelli, 24:21, eftir að hafa verið yfir, 12:9, að loknum fyrri hálfleik.  Birta Rún Grétarsdóttir var ekki...

Ísraelsmenn komu á óvart

Ísraelsmenn unnu óvæntan sigur á Litáum í fyrri viðureign þjóðanna í 1. umferð umspils um sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í kvöld. Leikið var í Tel Aviv og munaði fjórum mörk þegar upp var staðið, 28:24. Litáar, sem...

Molakaffi: Kopyshynskyi safnar fyrir börn í Úkraínu, Donni, Tomás, Hansen, Brynhildur, Landin

Úkraínumaðurinn Igor Kopyshynskyi sem leikur með handknattleiksliði Hauka stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnun hans lið er bent á eftirfarandi upplýsingar: Rkn: 0511-14-017421 - Kt: 260291-3949.  Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er í liði 20....
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, Bjatur Már, Appelgren, Hansen, Mensing, Mortensen

Bjarki Már Elísson var vitanlega í liði 24. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa farið nánast með himinskautum á sunnudaginn þegar Lemgo vann Wetzlar, 29:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már skoraði...

Molakaffi: Nagy, Zorman, Zvizej, SKof, Kiel, Hlavatý, Johansson, Groeners

Ungverski markvörðurinn Martin Nagy sem lék með Val á síðasta keppnistímabili og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu á síðasta vori hefur framlengt samning sinn við þýska 2. deildarliðið Gummersbach til tveggja ára, til ársins 2024. Guðjón Valur Sigurðsson er...

Dreymir þig um að þjálfa norska landsliðið?

Hefur þú áhuga á að þjálfa norska karlalandsliðið í handknattleik eða hefur lengið alið með þér þann draum? Ef svo er þá er starfið laust til umsóknar frá og með deginum í dag. Þú hefur mánuð til þess að...
- Auglýsing -

Úkraínumenn verða að gefa HM-leiki sína

Handknattleikssamband Úkraínu hefur gefið leiki sína við Finna í fyrstu umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í næstu viku. Handknattleikssamband Evrópu greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar sagði að í ljósi ástands mála í...

Molakaffi: Grétar Ari, Johansson, A-Evrópudeildinni frestað, Tumi Steinn

Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Nice voru óheppnir að vinna ekki Massy Essonne á útivelli í frönsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikmenn Massy náðu að jafna metin undir lokin, 27:27, eftir að Nice-liðið hafði leikið vel...

Molakaffi: Ágúst Ingi, Felix Már, Zaadi, Heindahl, Gros, Wiencek

Ágúst Ingi Óskarsson skoraði sjö mörk og Felix Már Kjartansson þrjú þegar Neistin vann StÍF, 33:32, í hörkuleik í Skálum, heimavelli StÍF, í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 18:18. Bjartur Már...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -