Kórdrengir leita logandi ljósi að þjálfara fyrir lið sitt áður en átökin hefjast í Grill 66-deildinni eftir hálfa fjórðu viku. Handbolti.is hefur heimildir fyrir því að Kórdrengir hafi m.a. rætt við Bjarka Sigurðsson þjálfara og fyrrverandi landsliðsmann í handknattleik...
Morten Stig Christensen var í kvöld kjörinn formaður danska handknattleikssambandsins á þingi þess í Kolding. Hann tekur við af Per Bertelsen sem verið hefur formaður í áratug og unnið að margra mati kraftaverk, bæði varðandi fjármál sambandsins og eins...
Keppni í Meistaradeild kvenna hefst 11. september og hafa liðin verið á fullu í sínum undirbúningi fyrir nýtt tímabil undanfarna tvo mánuði og hafa margir leikmenn haft vistaskipti í sumar. Hér fyrir neðan rennum við yfir tíu stærstu félagaskiptin...
Bertus Servaas, forseti pólska handknattliðsins Lomza Vive Kielce sem Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, er einu sinni sem oftar stórhuga í áætlunum. Nýjasta hugmynd hans er að efna til handboltaleiks á þjóðarleikvangi Póllands, Stadion Narodowy, í...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest leikjadagskránna fyrir fyrstu átta umferðirnar í Meistaradeild kvenna. Allir leikir riðlakeppninnar munu fara fram á laugardögum og sunnudögum á keppnistímabilinu en fyrsta umferðin fer fram daganna 11. og 12. september.Það er óhætt að segja...
Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Gummersbach tryggði sér sæti í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær með því að leggja Pforzheim/Eutingen, 25:20, á útivelli í fyrstu umferð. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö...
Færeyska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, fékk höfðinglegar móttöku í Þórshöfn í gær eftir að liðið kom heim eftir að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í lokakeppni EM20 ára og...
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark þegar IFK Kristianstad vann Hammarby, 27:22 í riðli sex í 32 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Hammarby var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. IFK Kristianstad hefur unnið einn leik...
Grænlenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur tryggt sér farseðilinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í desember. Er þetta í annað sinn í sögunni sem kvennalandslið Grænlands nær þessum áfanga en 20 ár eru liðin síðan það tók...
Endijs Kusners leikmaður Harðar á Ísafirði fór á kostum með U19 ára landslið Letta í B-deild Evrópumóts landsliða sem lauk í Ríga sunnudaginn. Kusners skoraði 46 mörk í fjórum leikjum lettneska landsliðsins og varð markahæstur í keppninni. Lettum tókst...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg gerðu það gott á æfingamóti í Frakklandi fyrir og um helgina. Í gær vann EH Aalborg lið Sambre-Avesnois Handball, 25:24, og á laugardaginn vann Álaborgarliðið annað franskt lið, Rennes Métropole Handball,...
Þjóðverjar tryggðu sér í dag Evrópumeistaratitilinn í handknattleik karla, liðum skipuðum leikmönnum 19 ára yngri. Þeir unnu Króata með yfirburðum í úrslitaleik mótsins í Varazdin í Króatíu, 34:20. Þýska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14. Bæði lið...
Færeyska landsliðið í handknattleik pilta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann það afrek í dag að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti 20 ára landsliði, A-keppni, sem fram fer í júlí á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti...
Færeyski markvörðurinn Pauli Jacobsen varði hreint á ævintýralegan hátt í leik Færeyinga og Slóvaka í B-deild Evrópumóts 19 ára landsliða sem nú stendur yfir í Búlgaríu. Markvörður Slóvaka ætlaði að nota tækifærið til þess að skora í autt mark...
Xavi Pascual hefur verið ráðinn þjálfari rúmenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann stýrði landsliðinu einnig frá 2016 til 2018. Pascual hætti þjálfun Barcelona í vor og tók skömmu síðar við þjálfun rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Sænski handknattleiksmaðurinn Frederik Petersen hefur fengið...