Sara Björg Davíðsdóttir og Björgvin Páll Rúnarsson eru handboltafólk ársins hjá Fjölni. Þau fengu viðurkenningu af þessu tilefni í uppskeruhófi félagsins í fyrrakvöld þar sem afreksfólki innan deilda félagsins voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sinn á árinu sem brátt...
Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir náðu þeim áfanga í gær að klæðast landsliðspeysunni í 50. skipti í sigurleiknum á Kongó um forsetabikarinn góða á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Til viðbótar lék Lilja Ágústsdóttir sinn 20. A-landsleik í gærkvöld.
Þorgils Jón...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í HBC Nantes tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöld með stórsigri á US Créteil, 38:23, á útivelli. Viktor Gísli var í marki Nantes frá upphafi til enda. Hann varði...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC þegar liðið tapaði með fimm marka mun í heimsókn til granna sinni í Montpellier, 36:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Donni lék með í 16 mínútur. Hann...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í þremur skotum þegar lið hans Sporting Lissabon vann Madeira Andebol, 32:24, á heimavelli í 14. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í gær. Sporting er efst með fullt hús stiga.
Stiven Tobar Valencia skoraði eitt...
Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú skot þann stutta tíma sem hann var í marki Nantes í gær í stórsigri liðsins á Créteil, 38:24, á heimavelli Créteil en leikurinn var hluti af keppni efstu deildar franska handknattleiksins. Nantes er næst...
Þórey Rósa Stefánsdóttir lék sinn 130. A-landsleik í handknattleik í gær gegn Grænlandi í riðlakeppni forsetabikarsins á heimsmeistaramótinu. Leikurinn fór fram i Nord Arena íþróttahöllinni í Frederikshavn á norður Jótlandi.
Í sama leik tók nafna hennar, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, þátt...
Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen treystu stöðu sína á meðal liðanna í efstu sætum norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með sigri á Halden 25:24, á heimavelli í 13. umferð. Róbert skoraði ekki mark en tók vel á því í...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson halda áfram að dæma af fullum krafti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Þeir félagar eru komnir til Szeged í Ungverjalandi til að dæma viðureign Pick Szeged og Industria Kielce í 10. umferð...
Stórleikur Sveinbjörns Péturssonar markvarðar með EHV Aue í gærkvöld gegn Bietigheim nægði liðinu ekki til þess að krækja í stig á heimavelli. Sveinbjörn varði 19 skot, 38%.
Bietigheim vann með fjögurra marka mun, 31:27, er í öðru sæti deildarinnar með...