Monthly Archives: March, 2021
Efst á baugi
Fleiri smit í herbúðum Aalborg – leikur felldur niður
Fleiri leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold hafa greinst smitaðir af kórónuveiru. Af þeim sökum hefur viðureign Aalborg og Celje frá Slóveníu sem vera átti í Álaborg annað kvöld verið felld niður. Þetta átti að var vera síðasti leikur beggja...
Efst á baugi
Einstakur árangur og messufall í Veszprém
Aron Pálmarsson lék með Barcelona í kvöld þegar liðið lauk keppni í B-riðli Meistaradeildar Evrópu með sigri eins og í öllum öðrum leikjum sínum í keppninni á leiktíðinni. Barcelona vann í kvöld Motor Zaporozhye frá Úkraínu, 42:34, á heimavelli...
Fréttir
Elliði Snær með fjögur í uppgjöri toppliðanna
Þýska handknattleiksliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með, tapaði með sjö marka mun á útivelli fyrir HSV Hamburg í viðureign toppliðanna í 2. deild í kvöld. Þetta var annar tapleikur Gummersbach í...
Efst á baugi
Fékk tilboð frá Fredrikstad
Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Fredrikstad Bkl sóttust eftir starfskröftum Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara kvennaliðs Vals, á dögunum. Var því m.a. slegið upp í Fredrikstad Blad eins og sjá má á meðfylgjandi skjámynd. Vildu þeir fá Ágúst til að taka við...
Efst á baugi
Viðbúið er að fresta verði leikjum hjá KA og Fram
Viðbúið er að bæði KA og Fram verði að fá frestun á leikjum sínum sem fram eiga að fara í Olísdeild karla miðvikudaginn 17. mars. Tveir landsliðsmenn Færeyja leika með hvoru liði en færeyska landsliðið á fyrir dyrum hreint...
Efst á baugi
Þurfti lengri tíma til að jafna sig
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson lék aðeins með samherjum sínum í skamman tíma í upphafi leiksins við Val í Olísdeildinni í fyrrakvöld. Svipað var upp á teningnum í leik FH í vikunni á undan gegn ÍBV. Þá varð Ásbjörn að fara...
Efst á baugi
Er sagður undir smásjá Guðmundar hjá Melsungen
Örvhenta stórskyttan Teitur Örn Einarsson er orðaður við þýska 1. deildarliðið MT Melsungen á vef Heissische Niedersächsishe Allgemeine. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er jafnframt þjálfari MT Melsungen.Í frétt blaðsins er vitnað til þess að Melsungen hafi áhuga á...
Efst á baugi
Eyjamaðurinn er langefstur
Hákon Daði Styrmisson er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla í handknattleik þegar 12 umferðum er lokið af 22. Hákon Daði hefur skorað 91 mark í 12 leikjum, eða 7,5 mörk að jafnaði í leik. Að jafnaði einu marki meira...
Efst á baugi
Forseti sýnir forseta bláa spjaldð með skýrslu
Óhætt er að segja að Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hafi sýnt landa sínum, Hesham Nasr, bæði rauða og bláa spjaldið með skýrslu í óeiginlegri merkingu í vikunni. Nasr, sem hefur verið forseti egypska handknattleikssambandsins um nokkurt skeið,...
Efst á baugi
Flautað til leiks í 16-liða úrslitum
Mótanefnd EHF hefur staðfest leiktíma í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Öll sextán liðin sem hófu keppni í haust munu taka þátt í 16-liða úrslitum en fyrri leikir þeirra viðureigna verða um næstu helgi og þeir síðari 13.-14....
Nýjustu fréttir
Erum með betra lið og meiri breidd
Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....