Elías Már Halldórsson og leikmenn hans í Fredrikstad Bkl. réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Liðið fékk stjörnum prýtt lið Evrópumeistara Vipers Kristiansand í heimsókn í Kongstenhallen...
FH-ingurinn Embla Jónsdóttir hefur verið kölluð inn í aðalliðið hjá Göppingen fyrir komandi keppnistímabil. Embla lék með liði tvö hjá félaginu á síðustu leiktíð í 3. deild. Frá þessu var greint í dag.
Embla leikur í vinstra horni og er...
Hér á landi er fjölmennur hópur handknattleiksfólks frá færeyska félaginu Neistin. Um er að ræða karla- og kvennalið sem leika í færeysku úrvalsdeildinni auk 18 ára liða félagsins í kvenna- og karlaflokki. Arnar Gunnarsson er þjálfari beggja karlaliðanna en...
Stjórnendur Austur-Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, SEHA Gazprom League, hafa vísað Vardar Skopje úr keppni en liðið átti að leika til undanúrslita í keppninni á morgun í Zadar í Króatíu. Ástæðan fyrir brottvísuninni er sú að eitt smit kórónuveiru greindist...
„Ég hef virkilega gaman af þessu. Þjálfarastarfið hefur uppfyllt mínar væntingar og rúmlega það,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Gummersbach, er handbolti.is sló á þráðinn til hans í gær. Rúmt ár er síðan Guðjón Valur tók við...
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, segir í samtali við Sport Bild að tímabært sé að fækka liðum í þýsku 1. deildinni um tvö, úr 18 niður í 16. Fækka verði leikjum svo tími gefist til landsliðsæfinga. Verði...
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk ekki að verja mark GOG lengi í gær þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 39:30, í upphafsleik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni. Leikið var á heimavelli GOG. Viktor Gísli varði tvö af þeim sex skotum sem bárust á...
Hannes Jón Jónsson fagnaði sigri í kvöld með lærisveinum sínum í meistaraliðinu Alpla Hard í meistarakeppninni í Austurríki. Alpla Hard vann Aon Fivers örugglega 33:27. Hard var með þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 16:13.
Það er skammt stórra...
Stórleikur landsliðsmarkvarðarins Elínar Jónu Þorsteinsdóttur dugði ekki liði hennar, Ringkøbing Håndbold, til sigurs á Randers í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld.
Elín Jóna, sem gekk til liðs við nýliða Ringkøbing Håndbold í sumar frá...
Axel Stefánsson, handknattleiksþjálfari, og leikmenn hans í Storhamar byrjuðu keppni í norsku úrvalsdeild kvenna með sigri á Larvik, 30:26, á útivelli eftir hreint ævintýralegan síðari hálfleik. Storhamar skoraði þá 21 mark og vissu leikmenn Larvik ekki hvaðan á...