- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: June, 2023

Þorleifur Rafn söðlar um gengur til liðs við Víking

Handknattleiksdeild Víkings hefur gert tveggja ára samning við Þorleif Rafn Aðalsteinsson. Hann kemur til félagsins frá Fjölni. Þorleifur er 23 ára rétthentur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum en hann lék upp öll yngri landslið Íslands. Þorleif...

Sóley og Kristján Ottó best hjá HK – lokahóf

Sóley Ívarsdóttir og Kristján Ottó Hjálmsson voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða HK á lokhófi handknattleiksdeildar sem fram fór á dögunum. Alexandersbikarinn var veittur í fyrsta sinn en um er að farandbikar sem nefndur er eftir Alexander Arnarsyni fyrrverandi leikmanni...

Guðmundur og Einar unnu bronsið í Danmörku

Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Fredericia Håndboldklub til sigurs í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Fredericia Håndboldklub vann Skjern, 28:25, í Skjern. Þetta eru fyrstu verðlaun Fredericia Håndboldklub í dönskum karlahandknattleik í 43 ár.Fredericia Håndboldklub...

Þriðji sigurinn í dag í Færeyjum

U19 ára landslið kvenna fylgdi eftir sigrum U17 og U15 ára með því að leggja U19 ára landslið Færeyinga í þriðja vináttuleikuleik landsliða þjóðanna í Færeyjum í dag, 29:26. Liðin mætast öðru sinni í Vestmanna á morgun. Leikir U19...

Viktor Gísli er franskur bikarmeistari

Viktor Gísli Hallgrímsson varð í kvöld franskur bikarmeistari í handknattleik þegar Nantes vann Montpellier, 39:33, í úrslitaleik sem fram fór í París. Þetta er í annað sinn sem Nantes vinnur frönsku bikarkeppnina.Þetta var annar bikarinn sem Nantes vinnur...

Sigurmark á síðustu sekúndu við Streymin

Stúlkurnar í U17 ára landsliðinu í handknattleik unnu færeyskar stöllur sínar með eins marks mun í hnífjöfnum vináttulandsleik í við Streymin í Færeyjum í dag 24:23. Úrslitin réðust á síðustu augnablikum leiktímans. Rakel Dóróthea Ágústsdóttir skoraði sigurmarkið en áður...

U15 ára liðið stóðst öll áhlaup og vann

U15 ára landslið kvenna í handknattleik vann færeyska landsliðið í sama aldursflokki með fjögurra marka mun, 26:22, í fyrri æfingaleiknum í Færeyjum í dag en þrjú yngri landslið kvenna frá Íslandi eru ytra þessa helgi.Leikurinn var jafn lengi vel...

Andrés er kominn til starfa hjá Víkingi

Andrés Gunnlaugsson hefur skrifað undir samning við Víking og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í handknattleik með Jóni Brynjari Björnssyni. Víkingur leikur í Grill 66-deildinni. Andrés kemur í stað Halldórs Harra Kristjánssonar sem mun þó vera áfram í...

Stefán hefur tekið við Haukum – Díana heldur áfram

Stefán Arnarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik. Honum til aðstoða verður Díana Guðjónsdóttir sem tók við þjálfun Hauka í mars og stýrði liðinu til loka leiktíðar með glæsibrag. Díana hefur áður verið aðstoðarþjálfari Gunnars Gunnarssonar og...

Lokahóf Hauka: Elín og Guðmundur best – tíu voru kvaddir

Talsverðar mannabreytingar verða á leikmannhópum kvenna- og karlaliða Hauka í handknattleik fyrir næsta tímabil ef tekið er mið af þeim hópi leikmanna sem kvaddir voru á lokahófi meistaraflokka sem fram fór á dögunum.Fjórir leikmenn kvennaliðsins róa á ný mið....
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Taka til varna vegna bannsins langa

Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í...
- Auglýsing -