Heimsmeistaramót 21 árs landsliða í handknattleik karla stendur yfir frá 20. júní til 2. júlí í Grikklandi og í Þýskalandi. Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuliða.
Hér fyrir neðan eru úrslit leikja í riðlakeppni mótsins, fyrsta stig sem lauk föstudaginn...
Hér fyrir neðan er streymi á beina útsendingu frá leik Íslands og Serbíu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Flautað verður til leiks klukkan 17.15.
https://www.youtube.com/watch?v=SFb5Uhv2_TA
Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals og tekur við því starfi af Óskari Bjarna Óskarssyni sem ráðinn var á dögunum aðalþjálfari meistaraflokks karla.Anton mun einnig vera annar tveggja aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla og verður þar með...
Vel þekkt er að bræður eða systur leiki saman í handknattleiksliði eða jafnvel í landsliði. Það þekkist hér á landi sem og annarsstaðar. M.a. hafa bræðurnir Niklas og Magnus Landin verið samherjar hjá þýska liðinu THW Kiel og heimsmeistarar...
„Stemning var alveg biluð sem er skiljanlegt enda er titillinn mjög stór, bæði fyrir félagið og borgina,“ sagði nýbakaður Evrópumeistari í handknattleik, Gísli Þorgeir Kristjánsson, í samtali við handbolta.is um móttökurnar sem Magdeburg liðið fékk við heimkomu frá Köln...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Serbum í dag í uppgjöri um efsta sæti G-riðils heimsmeistaramótsins. Viðureignin fer fram í íþróttahöll í Aþenu sem nefnd er eftir hinni vel þekktu grísku söngkonu og...
Jan Gorr heldur áfram þjálfun þýska handknattleiksliðsins HSC 2000 Coburg sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með. Gorr verður einnig áfram framkvæmdastjóri liðsins. Gorr tók við þjálfun Coburg síðla í mars þegar Brian Ankersen axlaði sín skinn. Þótti Gorr vinna...
Norðmenn sitja eftir með sárt ennið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla. Þeir komast alltént ekki í 16-liða úrslit mótsins eftir að hafa tapað öðru sinni í dag í E-riðli mótsins. Að þessu sinni voru það Ungverjar...
Mattý Rós Birgisdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Hún kemur til félagsins frá HK. Mattý er Víkingum ekki ókunnug. Hún lék sem lánsmaður hjá Víkingi fyrri hluta síðasta keppnistímabils. HK kallaði hana til baka úr...
„Ég gef mér þessa viku til að taka ákvörðun um hvert næsta skref verður varðandi öxlina, hvort ég fari í aðgerð eða ekki,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson nýbakaður Evrópumeistari í handknattleik með þýska liðinu í SC Magdeburg og landsliðsmaður...