„Ef það væri kennt vanmat í skólum þá ætti að leika þessar 60 mínútur sem kennsluefni. Leyfið krökkum að sjá hvernig á ekki að mæta til leiks,“ sagði Styrmir Sigurðsson einn umsjónarmanna Handkastsins um frammistöðu ÍBV gegn Víkingi í...
Eins og handknattleiksunnendur hafa e.t.v. tekið eftir þá hefur Sylvía Björt Blöndal haldið áfram að leika með Aftureldingu í Olísdeildinni þrátt fyrir að vera í meistaranámi í Danmörku. Hún hefur tekið þátt í tveimur fyrstu leikjum Aftureldingar og mun...
Norska handknattleikskonan Ingeborg Furunes meiddist snemma í viðureign ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum á síðasta laugardag. Eftir að hún stökk upp og skoraði annað mark Hauka, 3:2, lenti hún illa og högg kom á hægra hnéið....
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kolstad vann Halden, 35:22, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Þrándheimi. Gøran Søgard Johannessen skoraði 10 mörk fyrir Kolstad sem er í þriðja sæti...
Eftir fimm leiki í gær, laugardag, fóru síðustu þrír leikir 2. umferðar Meistaradeildar kvenna fram í dag. Krim sýndi sannfærandi frammistöðu gegn Esbjerg og vann með sex marka mun, 33 – 27 í Ljubljana. Þetta er aðeins í annað...
Ómar Ingi Magnússon er óðum að nálgast sitt besta form ef marka má frammistöðu hans með SC Magdeburg í dag þegar liðið vann Lemgo, 35:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Selfyssingurinn skoraði níu mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum,...
„Sigurinn var svo sannarlega sannfærandi í dag. Við vikum aldrei undan, heldur lékum af fullum þunga í 60 mínútur. Vörnin var stórkostleg. Eftir að hafa lent á vegg í gær þá unnum við vel í okkar málum síðasta sólarhringinn....
FH er komið í aðra umferð, 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir öruggan átta marka sigur á Diomidis Argous frá Grikklandi í Argos í dag, 26:18. Jafntefli varð í fyrri viðureign liðanna í gær. 32:32.
Andstæðingur FH í...
„Varnarleikur og hraðaupphlaup gengu vel hjá okkur í dag,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í dag eftir að Valur vann Granitas-Karys öðru sinni í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla, 33:28. Báðir leikir fór...
Valur er kominn í aðra umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir að hafa unnið Granitas-Karys tvisvar sinnum um helgina í Garilava í Litáen. Síðari viðureignin fór fram fyrir hádegið á íslenskum tíma. Vannst hún örugglega, 33:28. Valsmenn unnu saman...
Landsliðsfólkið Thea Imani Sturludóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2025 hjá Handknattleikssambandi Íslands. Ár hvert...