Tomas Axnér landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik kvenna hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í leikjunum við íslenska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara í kringum næstu mánaðarmót. Fyrri viðureignin verður miðvikudaginn 28. febrúar á Ásvöllum...
„Samningur minn við Sádana rann út auk þess sem fá verkefni eru framundan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson handknattleiksþjálfari við handbolta.is í morgun þegar hann staðfesti frétt handbolta.is í gær að hann væri hættur störfum landsliðsþjálfara Sádi Arabíu í handknattleik...
Fimmtándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur viðureignum sem hefjast klukkan 19.30. Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, verða bæði í eldlínunni þótt þau mætist ekki að þessu sinni. Haukar, sem risu heldur betur upp á afturlappirnar...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði níu mörk þegar lið hans, Kolstad, vann Runar, 41:32, í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki á heimavelli í gær. Kolstad er efst í deildinni með 33 stig eftir 18 leiki, er þremur stigum á undan Elverum...
Evrópumeistarar SC Magdeburg tylltu sér á topp þýsku 1. deildarinnar í kvöld þegar þeir unnu THW Kiel örugglega, 33:26, á heimavelli Kiel í stórleik 19. umferðar. Magdeburg var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Liðið hefur þar...
Afturelding notaði tækifærið í kvöld þegar ÍBV tapaði stigi á heimavelli og fór upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik. Afturelding vann HK, 29:24, í Kórnum og hefur þar með 21 stig að loknum 15 leikjum. ÍBV gerði...
Stjarnan varð fjórða liðið sem vann sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik kvenna. Stjarnan lagði Gróttu, 25:20, í síðasta leik átta liða úrslita í kvöld í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum...
Eyjamaðurinn Erlingur Birgir Richardsson er hættur þjálfun karlaliðs Sádi Arabíu eftir fáeina mánuði í starfi. Sigurður Bragason sagði frá þessu í lýsingu sinni frá viðureign ÍBV og Gróttu í Olísdeild karla sem stendur yfir í Vestmannaeyjum þessa stundina og...
Framundan eru þrír leikir í Olísdeild karla í kvöld og síðasta viðureign í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna.
Olísdeild karla:18.00 Stjarnan - KA.18.00 ÍBV - Grótta.19.30 HK - Afturelding.Poweradebikar kvenna, 8-liða úrslit:20.00 Grótta - Stjarnan.
Handbolti.is fylgist með leikjunum uppfærir stöðuna...
Handknattleiksþjálfarinn Dagur Sigurðsson er sagður vera í Zagreb í Króatíu um þessar mundir og ræðir við forsvarsmenn króatíska handknattleikssambandsins um að taka við þjálfun karlalandsliðs Króatíu. Fréttamiðillinn 24sata fullyrðir þetta í dag samkvæmt heimildum.
Dagur mun hafa komið til fundar...