- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: February, 2024

Starri heldur áfram tryggð við uppeldisfélagið

Hornamaðurinn Starri Friðriksson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til ársins 2026. Starri hefur verið á meðal burðarása í Stjörnuliðinu á undanförnum árum. Hann var til að mynda markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, skoraði 82 mörk í...

Molakaffi: Dagur, Róbert, Sigvaldi, Einar, Óðinn, Harpa, Elías, Axel, Braila

Dagur Gautason skoraði sjö mörk og var næst markahæstur hjá ØIF Arendal í fimm marka sigri á Runar Sandefjord, 35:30, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Leikurinn fór fram í Sanderfjord. ØIF Arendal er í þriðja sæti...

Grill 66kvenna: Grótta áfram í öðru sæti

Grótta heldur sínu striki í öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Hún vann lið Berserkja örugglega í Víkinni í kvöld, 37:16, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:9. Viðureignin bar þess talsverð merki...

Magdeburg í undanúrslit – Gummersbach féll úr leik

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með SC Magdeburg í kvöld þegar liðið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með 10 marka sigri á bikarmeisturum síðasta árs, Rhein-Neckar Löwen, 34:24, í Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson...

Haukar fóru illa með Eyjamenn

Haukar hófu keppni á nýju ári í Olísdeild karla með því að leika sér að Íslandsmeisturum ÍBV í viðureign liðanna á Ásvöllum í dag. Þeir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik og markvörslu Arons...

Bjarki Már og félagar með fjögurra stiga forystu

Staða Bjarka Elíssonar og samherja í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém vænkaðist mjög í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar heima fyrir í gær. Ekki aðeins vann Veszprém sinn 14. leik í röð heldur tapaði helsti andstæðingurinn, Pick Szeged, sínum öðru leik í deildinni...

Erum í vegferð og vitum hvað við viljum

„Leikurinn spilaðist öðruvísi en ég gerði ráð fyrir. HK U er með flott lið en mætti með þunnan hóp að þessu sinni, annað en þeir gerðu síðast þegar við mættum þeim á þeirra heimavelli,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari...

Dagskráin: Eyjamenn mæta á Ásvelli

Vonandi leyfir veður og færð að síðasti leikur 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik geti farið fram í dag á Ásvöllum. Til stendur að Haukar fái Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn og að hægt verði að hefja leik klukkan 16....

Elvar Örn markahæstur á vellinum – Teitur lét til sín taka

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik átti stórleik í gærkvöld þegar MT Melsungen tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á TuS N-Lübbecke, 30:28, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Annar Selfyssingur, Teitur Örn Einarsson, tók mikið þátt í...

Molakaffi: Tijsterman, Sorhaindo, Sunnefeldt, Würtz, Heinevetter

Monique Tijsterman hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik kvenna. Hún tekur við af Herbert Müller sem lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í desember að loknum 20 árum í stóli landsliðsþjálfara. Tijsterman er hollensk og hefur lengi þjálfað í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Jafnrétti í íþróttastarfi á Íslandi

Fréttatilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytiÁ Íslandi er staða jafnréttis í íþróttastarfi góð í alþjóðlegum samanburði en enn er verk...
- Auglýsing -