Monthly Archives: March, 2024
Fréttir
Myndir: Grótta/KR, KA/Þór, Valur og HK Powerade-bikarmeistarar í 6. flokki
Fyrir hádegið á laugardaginn var leikið til úrslita í Powerade-bikarkeppni 6. flokki karla og kvenna, yngra og eldra ár. Hér fyrir neðan eru myndir af sigurliðunum fjórum og úrslitum leikjanna. Leikirnir fóru fram í Laugardalshöll í sömu umgjörð og...
Efst á baugi
EM kvenna 2026 verður haldið í fimm löndum
Evrópumót kvenna í handknattleik árið 2026 fer fram í fimm löndum, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklandi og Tyrklandi. Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, samþykkti þessa niðurstöðu á fundi sínum fyrir helgina. Þetta verður í fyrsta sinn sem lokakeppni Evrópumóts í handknattleik...
Efst á baugi
Molakaffi: Arnar, Ólafur, Sveinbjörn, Örn, Sigvaldi, Axel, Lunde, Bjarki
Arnar Birkir Hálfdánsson hreppti bronsverðlaun í sænsku bikarkeppninni í handknattleik í gær þegar Amo HK vann Önnereds, 36:27, í leiknum um þriðja sætið. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk í leiknum. Ystads IF HK, sem vann Amo í undanúrslitum á...
Fréttir
KA bikarmeistari í 3. flokki karla – Fram í öðru sæti
KA varð í dag bikameistari í 3. flokki karla eftir sigur á Fram í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll, 30:28, í hörkuleik þar sem svo sannarlega mættust stálin stinn. Jöfn staða var að loknum fyrri hálfleik, 13:13.Dagur Árni Heimisson,...
Fréttir
Fram bikarmeistari í 3. flokki kvenna – Valur í öðru sæti
Fram varð í dag bikarmeistari í 3. flokki kvenna eftir sigur á Val, 32:28, í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll. Fram hafði einnig fjögurra marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 19:15.Alfa Brá Oddsdóttir leikmaður Fram var valin maður...
Efst á baugi
Sandra er þýskur bikarmeistari
TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona er samningsbundin hjá, varð í fyrsta sinn þýskur bikarmeistari í handknattleik í dag. Sigurinn var óvæntur því liðið lagði Bietigheim sem haft hefur nokkra yfirburði í þýskum kvennahandknattleik síðustu árin. M.a. hafði...
Fréttir
Magdeburg steig mikilvægt skref í átt að meistaratitlinum
Evrópumeistarar SC Magdeburg stigu afar mikilvægt skref í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handknattleik þegar þeir lögðu helstu andstæðinga sína um þessar mundir og topplið deildarinnar, Füchse Berlin, 31:28, á heimavelli.Berlínarliðið situr áfram í efsta sæti þýsku 1....
A-landslið karla
Snorri Steinn valdi nýliða í stað tveggja sem heltust úr lestinni
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur þurft að gera breytingar til viðbótar á landsliðshópnum sem kemur saman í Aþenu í Grikklandi á morgun, mánudag. Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, SC DHfK Leipzig hafa verið kallaðir...
Fréttir
Ívar Bessi er fótbrotinn
Handknattleiksmaðurinn efnilegi hjá ÍBV, Ívar Bessi Viðarsson, leikur væntanlega ekki fleiri leiki með Eyjaliðinu á keppnistímabilinu. Ívar Bessi meiddist á upphafsmínútum viðureignar ÍBV og Hauka í undanúrslitum Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Hann reyndi að þrauka um stund áfram...
Bikar karla
Benedikt bætti 22 ára gamalt markamet Halldórs
Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson bætti í gær 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar, Haukum, í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. Benedikt Gunnar skoraði 17 mörk þegar Valur vann ÍBV, 43:31, úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöll.Fyrra met, 14 mörk, setti Halldór...
Nýjustu fréttir
Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja
Eins og Dagur Sigurðsson var vonsvikinn yfir leik króatíska landsliðsins í sigrinum á Norður Makedóníu á þriðjudagskvöld þá hlýtur...