- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding semur við Kukobat til þriggja ára

Jovan Kukobat t.v. ásamt Hauki Sigurvinssyni hjá handknattleiksdeild Aftureldingar. Mynd/Facebooksíða Aftureldingar

Afturelding hefur tryggt sér krafta handknattleiksmarkvarðarins Jovan Kukobat næstu þrjú árin, eftir því sem segir í tilkynningu á Facebook-síðu handknattleiksdeildar félagsins.


Kukobat lék með Víkingi í Olísdeildinni í vetur en hefur verið hér á landi um árabil og verið markvörður KA, Þórs og Akureyri handboltafélags. Kukobat hefur þar af leiðandi langa reynslu af íslenskum handknattleik.


Samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz var Kukobat með 31,4% hlutfallsmarkvörslu í Olísdeildinni á nýliðinni leiktíð. Víkingur féll úr deildinni á dögunum.


Andri Sigmarsson Scheving var aðalmarkvörður Aftureldingar í vetur. Hann er hjá félaginu á lánasamningi frá Haukum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -