- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Orri Freyr meistari í Portúgal

Landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld portúgalskur meistari í handknattleik karla með liði sínu Sporting Lissabon. Sporting vann Porto, 35:33, í síðasta leik úrslitakeppninnar um meistaratitilinn í Lissabon. Orri Freyr er fyrsti íslenski handknattleikskarlinn sem verður landsmeistari í...

Berlínarliðið leikur til úrslita annað árið í röð

Füchse Berlin getur unnið Evrópudeildina í handknattleik karla annað árið í röð á morgun. Alltént fær liðið tækifæri til þess þegar það mætir Flensburg í úrslitaleik í Barclays Arena í Hamborg. Füchse Berlin vann afar öruggan sigur á Rhein-Neckar...

Valur er Evrópubikarmeistari!

Valur skrifaði nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að verða fyrst íslenskra félagsliða til að vinna Evrópukeppni félagsliða. Valur vann Evrópubikarinn í handknattleik karla eftir að hafa lagt Olympiacos samanlagt, 62:61, í tveimur úrslitaleikjum eftir dramatík í síðar...

Teitur Örn leikur til úrslita í Evrópudeildinni á morgun

Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensburg-Handewitt leika til úrslita í Evrópudeildinni á morgun gegn annað hvort Rhein-Neckar Löwen eða Füchse Berlin. Flensburg lagði rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest, 38:32, í undanúrslitum Barclays Arena í Hamborg í...
- Auglýsing-

Fyrst og fremst eftirvænting hjá okkur

„Meðal okkar ríkir fyrst og síðast eftirvænting yfir að hefja leikinn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í Grikklandi í gær. Framundan er síðari úrslitaleikur Vals og gríska liðsins...

Bjarki Már og félagar standa vel að vígi

Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém færðust í gærkvöld skrefi nær ungverska meistaratitlinum þegar þeir unnu öruggan sigur á höfuð andstæðingnum OTP Bank-Pick Szeged, 35:28, á heimavelli. Staðan í hálfleik var 19:13. Veszprém náði mest...

Molakaffi: Sveinn, Tryggvi, Hannes, Grétar

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar einnig í þriggja marka sigri GWD Minden á Bayer Dormagen, 32:29, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Leikurinn var í næst síðustu umferð deildarinnar. Minden-liðinu hefur vegnað afar vel...

Íslandsvinir eru Evrópubikarmeistarar

Spænska handknattleiksliðið CBM Elche, sem mætti KA/Þór og síðar Val í Evrópubikarkeppnini í handknattleik fyrir fáeinum árum, varð í kvöld Evrópubikarmeistari í handknattleik kvenna.CBM Elche vann slóvakíumeistara MSK IUVENTA Michalovce, 28:22, í síðari viðureign liðanna í kvöld í Michalovce...
- Auglýsing-

Vipers vann sjöunda árið í röð – kveðjuleikur Axels

Fráfarandi Evrópumeistarar kvenna í handknattleik, Vipers Kristiansand, unnu úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í kvöld með öðrum öruggum sigri á Storhamar í úrslitarimmu, 32:27, þegar leikið var í Hamar. Þetta var 101. sigur Vipers í röð í...

Felix Már klæðist búningi HK á nýjan leik

Felix Már Kjartansson hefur snúið í heimahagana á handknattleikssviðinu og samið við HK. Felix Már, sem er 21 árs gamall, hefur síðustu tvö ár verið í herbúðum Fram og lék með ungmennaliðinu í Grill 66-deildinni og kom einnig við...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18329 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -