- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fóru illa með Eyjamenn

Haukar hófu keppni á nýju ári í Olísdeild karla með því að leika sér að Íslandsmeisturum ÍBV í viðureign liðanna á Ásvöllum í dag. Þeir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik og markvörslu Arons...

Bjarki Már og félagar með fjögurra stiga forystu

Staða Bjarka Elíssonar og samherja í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém vænkaðist mjög í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar heima fyrir í gær. Ekki aðeins vann Veszprém sinn 14. leik í röð heldur tapaði helsti andstæðingurinn, Pick Szeged, sínum öðru leik í deildinni...

Dagskráin: Eyjamenn mæta á Ásvelli

Vonandi leyfir veður og færð að síðasti leikur 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik geti farið fram í dag á Ásvöllum. Til stendur að Haukar fái Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn og að hægt verði að hefja leik klukkan 16....

Elvar Örn markahæstur á vellinum – Teitur lét til sín taka

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik átti stórleik í gærkvöld þegar MT Melsungen tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á TuS N-Lübbecke, 30:28, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Annar Selfyssingur, Teitur Örn Einarsson, tók mikið þátt í...
- Auglýsing-

Molakaffi: Tijsterman, Sorhaindo, Sunnefeldt, Würtz, Heinevetter

Monique Tijsterman hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Austurríkis í handknattleik kvenna. Hún tekur við af Herbert Müller sem lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í desember að loknum 20 árum í stóli landsliðsþjálfara. Tijsterman er hollensk og hefur lengi þjálfað í...

Grill 66karla: Þórsarar fremstir í kapphlaupinu

Þór komst í dag í efsta sæti í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð með sigri á ungmennaliði HK, 34:21, í þrettánda leik liðanna í Grill 66-deild karla í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þór hefur reyndar leikið...

Kvöldkaffi: Stiven, Orri, Arnór, Viktor, Elín, Dana, Grétar, Haukur, Hannes

Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica þegar liðið vann CF Estrela Amadora, 39:21, í 32-liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld. Sporting komst einnig áfram í 16-liða úrslit portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Sporting lagði...

Lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur í baráttunni

„Þetta var lífsnauðsynlegur sigur og frábært að hafa klárað leikinn á jafn sannfærandi hátt og raun bar vitni um,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir stórskytta Stjörnunnar glöð á brá og brún þegar handbolti.is hitti hana að máli eftir sigur Stjörnunnar...
- Auglýsing-

„Frammistaðan var okkur ekki til sóma“

„Frammistaðan var okkur ekki til sóma. Við vildum og ætluðum að gera mikið betur," sagði Saga Sif Gísladóttir markvörður Aftureldingar í viðtali við handbolta.is í kvöld. Hún, eins og aðrir leikmenn liðsins, var hundóánægð, eftir stórt tap fyrir Stjörnunni...

Stjarnan vann stórsigur að Varmá og náði sjötta sæti

Stjarnan vann stórsigur á Aftureldingu, 32:20, að Varmá í kvöld í uppgjöri liðanna um sjötta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik. Aftureldingarliðið var skrefi á eftir lengst af og missti síðan alla stjórn á leik sínum síðustu 20 mínúturnar. Stjarnan...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17730 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -