- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingar Íslendinga mætast í Tallin

Eistlendingar og Úkraínumenn mætast í fyrra sinn í Tallin, höfuðborg Eistlands í kvöld í undankeppni umspils heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Sigurliðið mætir íslenska landsliðinu í maí í umspilsleikjum um sæti á HM sem fram fer í janúar á næsta...

Tökum þessari stöðu fegins hendi

„Þessi staða okkar er ánægjuleg og við tökum henni fegins hendi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik um þá staðreynd að karlalandsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla undankeppni Evrópumótsins 2026 í kóngsins Kaupmannahöfn...

Molakaffi: Díana Dögg, Elías, Þorsteinn, Gintaras

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur jafnað sig ágætlega af handarbroti sem hún varð fyrir í 27. janúar. Díana Dögg staðfesti við handbolta.is í gær að hún verði í leikmannahópi BSV Sachsen Zwickau í kvöld þegar liðið fær Thüringer HC...

KA vann slag ungmennaliðanna

Ungmennalið KA lagði ungmennalið Vals, 33:28, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Liðin sigla lygnum í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Valur er með...
- Auglýsing-

Öruggur heimasigur ÍBV

ÍBV vann Hauka með sex marka mun, 29:23, í viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Þar með tókst Haukum ekki að lauma sér upp fyrir Fram...

Áfram er penninn á lofti í Krikanum – Birgir Már næstur

Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Birgir Már hefur verið ein af kjölfestum FH-liðsins undanfarin ár eða allt síðan hann kom í Krikann frá Víkingi sumarið 2018. Birgir Már var kjörinn...

Myndir: Valur, FH, Selfoss og Stjarnan Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki

Fyrir hádegið á sunnudaginn var leikið til úrslita í Powerade-bikarkeppni 5. flokki kvenna og karla, yngra og eldra ár. Hér fyrir neðan eru myndir af sigurliðunum fjórum og úrslitum leikjanna. Úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöll í sömu umgjörð og...

Landsliðið er mætt til Aþenu – vinnan heldur áfram

Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Aþenu í laust fyrir miðnætti í gærkvöld ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki hvar dvalið verður fram á sunnudag við æfingar og keppni. Tveir leikmenn, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, lentu í vandræðum...
- Auglýsing-

Isabella ver mark ÍR áfram næstu tvö ár

Isabella Schöbel Björnsdóttir, markvörður, hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Hún er uppalin hjá félaginu og hefur látið vel til sín taka á sínu fyrsta ári í efstu deild. Einnig hefur hún á síðustu árum...

Mariam semur við Val til næstu þriggja ára

Mariam Eradze hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til árins 2027. Hún mætir þar með ótrauð til leiks í haust með Valsliðinu eftir árs fjarveru. Mariam sleit krossband í leik á æfingamóti á Selfossi rétt áður en...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18215 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -