- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hversu langt er Ísland frá sæti í forkeppni ÓL?

Íslenska karlalandsliðið stefnir á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer 14. - 17. mars í þremur fjögurra liða riðlum. Víst er að þrjú evrópsk landslið verða í tveimur riðlanna. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðilinn...

Molakaffi: Andrea, Erlingur, Axel, meiddir Norðmenn, Aron

Ekkert varð af því að Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Silkeborg-Voel sæktu Ajax København heim í fyrstu umferð nýs árs í dönsku úrvalsdeildinni í gær eins og til stóð. Leiknum, sem fram átti að fara í Kaupmannahöfn, var...

Hættið að kalla okkur kúreka!

Króatíska handknattleikssambandið hefur óskað eftir því að fjölmiðlar í landinu hætti að kalla landsliðið gælunafninu kúrekar eða Cowboys upp á ensku. Sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd leikmanna, þjálfara og annarra starfsmanna þar sem fjölmiðlar eru lengstra orða...

Myndskeið: Danir eru kokhraustir – Gullið er frátekið!

Oft er sagt að væntingar séu skrúfaðar upp í íslenskum fjölmiðlum fyrir stórmót í handknattleik. Svo virðist sem það eigi við um fleiri þjóðir. Danska sjónvarpsstöðin TV2 auglýsir þessa dagana af miklum móð væntanlegt Evrópumót í handknattleik karla sem...
- Auglýsing-

Arnar Birkir er á meðal þeirra marka- og stoðsendingahæstu

Arnar Birkir Hálfdánsson er í fimmta sæti á lista yfir þá leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla sem gefið hafa flestar stoðsendingar í leikjum deildarinnar fram til þessa. Arnar Birkir er skráður fyrir 63 sendingum. Efstur er Pontus Zetterman...

Müller óvænt hættur með austurríska landsliðið

Mörgum að óvörum er Herbert Müller hættur þjálfun kvennalandsliðs Austurríkis í handknattleik eftir að hafa verið við stjórnvölin í tvo áratugi. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Austurríkis kemur fram að samkomulag hafi náðst á milli Müllers og sambandsins um að...

Skarð fyrir skildi hjá fyrsta andstæðingi Íslands á EM

Fyrirliði landsliðs Serba í handknattleik karla, Nemanja Ilic, leikur ekki með landsliðinu á fjögurra liða móti sem hefst í Granollers á Spáni á morgun og stendur yfir fram á laugardaginn. Ilic, sem er 34 ára gamall og er markahæsti...

Molakaffi: Meiðsli hjá Færeyingum, Dissinger, Vipers

Færeyska ungstirnið Óli Mittún er vongóður um að verða með færeyska landsliðinu þegar það tekur þátt í Evrópumótinu í handknattleik í fyrsta sinn. Óli meiddist á ökkla í kappleik með liði sínu, Sävehof, á milli jóla og nýárs. Auk...
- Auglýsing-

Gaman að koma inn lið með ríka sigurhefð

Janus Daði Smárason segir að talsverður munur sé að leika fyrir þýska liðið SC Magdeburg en keppinautana í Göppingen. Janus Daði lék með síðarnefnda liðinu frá 2020 til 2022. Hann gekk til liðs við SC Magdeburg í sumar og...

Tíu dagar í fyrsta leik á EM – æfingar hafnar á ný

Tíu dagar eru þangað til íslenska landsliðið hefur keppni á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Upphafsleikurinn verður gegn landsliði Serbíu í Ólympíuhöllinni í München. Leikmenn og þjálfarar landsliðsins komu saman til æfingar fyrir hádegið í dag í Safamýri eftir...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18203 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -