- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistarar í fyrsta sinn í 30 ár – heyra svo brátt sögunni til

SG Handball West Wien varð í gærkvöld Austurríkismeistari í handknattleik karla í sjötta sinn og í fyrsta skipti í 30 ár. Gleði leikmanna, þjálfara og stjórnenda verður hinsvegar skammvinn því lið félagsins heyrir brátt sögunni til. Útlit er fyrir...

Molakaffi: Arnar, Rúnar, Schmid, Aðalsteinn, Vranjes, Kraft, El-Tayar, Nyfjäll

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk þegar MT Melsungen vann ASV Hamm-Westfalen, 30:29, á heimavelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen vegna meiðsla. Melsungen situr í áttunda...

Eisenach fylgir Balingen eftir upp í efstu deild

Eftir nokkur mögur ár hefur Eisenach unnið sér sæti í efstu deild þýska handknattleiksins í karlaflokki á nýjan leik. Eisenach vann Coburg naumlega í 38. og síðustu umferð 2. deildar í kvöld, 26:25, á útivelli, og náðu þar með...

Þriðji titillinn í húsi hjá Janusi og Sigvalda

Kolstad, liðið sem Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, vann í kvöld úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Kolstad vann meistara síðasta árs, Elverum, 29:27, í fjórða úrslitaleik liðanna að viðstöddu troðfullri keppninishöllinni í Elverum, Terningen Arena. Kolstad...
- Auglýsing-

Anton og Jónas dæma undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln laugardaginn 17. júní. Um er að ræða fyrri viðureign undanúrslita þar sem Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg og Evrópumeistarar síðasta árs, Barcelona, leiða saman...

Grænlendingar fara vel af stað í undankeppni HM

Grænlendingar hafa farið vel af stað í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í Norður Ameríku og Karabíahafsríkja sem hófst í Nuuk á mánudaginn og lýkur á sunnudaginn. Grænlenska landsliðið vann landslið Kúbu örugglega í gær, 25:19. Það var annar sigur grænlenska...

Molakaffi: Janus, Dinart, Sabate, Böhm, Gjekstad, Fintland

Janus Dam Djurhuus leikmaður Íslandsmeistara ÍBV er í U21 árs landsliði Færeyja sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 20. júní í sameiginlegri umsjón Grikkja og Þjóðverja. Færeyingar verða í riðli með Spánverjum sem urðu Evrópumeistarar 20 ára landsliða...

Þriðja sæti kom í hlut Viktors Gísla og félaga

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í Nantes höfnuðu í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar sem lauk í kvöld þrátt fyrir 10 marka sigur á Sélestat, 31:21, á útivelli. Nantes lauk keppni með 50 stig í þriðja sæti, fjórum stigum...
- Auglýsing-

Embla til Stjörnunnar – sú sjötta sem kveður HK

Handknattleikskonan Embla Steindórsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna og þar með ákveðið að kveðja uppeldisfélag sitt HK. Stjarnan, handknattleiksdeild, segir frá vistaskiptunum í dag.Embla hefur á síðustu tveimur árum leikið sífellt stærra hlutverki hjá HK. Einnig hefur hún...

Ragnheiður hefur framlengt samning sinn hjá Haukum

Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Ragnheiður sem spilar í hægra horni er ein af reynslumestu leikmönnum liðsins og lék vel á nýliðnu keppnistímabili og skoraði m.a. 82 mörk.Ragnheiður hefur verið mikilvægur...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18203 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -