Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Molakaffi: Ásgeir, Olsson, Valgerður, Elín, völdu mótherja, bikarmeistarar
Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark fyrir Helsingborg í gærkvöld þegar liðið vann Karlskrona, 28:25, á heimavelli Karlskrona í umspilskeppni um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Liðin mætast á ný í Helsingborg á laugardaginn. Karlskrona...
Fréttir
Hrannar kveður Stjörnuna
Hrannar Guðmundsson hættir þjálfun meistaraflokksliðs Stjörnunnar þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í kvöld. Þar segir að stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar og Hrannar hafi komist að samkomulagi um að annar maður taki við...
Efst á baugi
Fer í fullt starf og þjálfar bæði meistaraflokksliðin
Einar Jónsson verður þjálfari beggja meistaraflokksliða Fram á næsta keppnistímabili. Félagið staðfest þetta í tilkynningu í kvöld. Einar hefur síðustu tvö tímabil þjálfað karlalið Fram og bætir nú við sig kvennaliðinu. Einar tekur við þjáfun kvennaliðs Fram af Stefáni...
Efst á baugi
Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni
„Ég varð næst markahæst í Olísdeildinni í fyrra og setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ná að verða markahæst í Grillinu og það tókst,“ sagði Sylvía Björt Blöndal leikmaður Aftureldingar og markahæsti leikmaður Grill 66-deildar kvenna í...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Tímabilið með Val er sennilega á enda
Nær engar líkur eru á að Benedikt Gunnar Óskarsson leiki fleiri leiki með Íslands- og deildarmeisturum Vals á keppnistímabilinu, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Allt stefnir í að Benedikt Gunnar gangist undir aðgerð á morgun vegna slitinnar sinar...
Fréttir
HM í janúar skilaði Svíum góðum tekjum
Sænska handknattleikssambandið hagnaðist ágætlega á að halda heimsmeistaramótið í handknattleik í upphafi þessa árs. Mótið var haldið í samvinnu við pólska handknattleikssambandið.Sænska handknattleikssambandið segir í tilkynningu frá að hagnaður þess af mótahaldinu verði um 25 milljónir sænskra króna,...
Fréttir
Kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn byrjar 17. apríl
Fyrsta umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst mánudaginn 17. apríl. Eins og undanfarin ár þá sitja tvö efstu lið deildarkeppninnar yfir í fyrstu umferð. Að þessu sinni safna leikmenn ÍBV og Vals kröftum á meðan leikmenn Stjörnunnar, Fram,...
Efst á baugi
Arnór Þorri er markakóngur Grill 66-deildar karla
Þórsarinn Arnór Þorri Þorsteinsson er markakóngur Grill 66-deildar karla en keppni í deildinni lauk á föstudagskvöld. Arnór Þorri skoraði 120 mörk í 18 leikjum Þórs í deildinni, að jafnaði 6,6 mörk í leik.Níu mörkum á eftir er Ágúst Ingi...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Umspilskeppni Olísdeildanna hefst eftir páska
Nú þegar keppni er lokið í Olísdeild kvenna, Grill 66-deild kvenna og Grill 66-deild karla liggur fyrir hvað lið mætast í fyrstu umferð í umspili um sæti í Olísdeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili.Fyrsta umferð í umspilskeppni Olísdeildar...
Efst á baugi
Molakaffi: Gísli, Viktor, Daníel, Oddur, Egill, Mortensen
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í liði marsmánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann er annar tveggja leikmanna SC Magdeburg í úrvalsliðinu. Hinn er örvhenta skyttan Kay Smits.Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot þann tíma sem hann stóð í...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17716 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



