Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen með Arnór Snæ Óskarsson og Ými Örn Gíslason innanborðs, leikur í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í næsta mánuði þegar keppni hefst. Rhein-Neckar Löwen vann Vardar öðru sinni í dag, 37:33, í síðari viðureign liðanna í...
„Ég held að næsta trappa hans á verði að fara í atvinnumennskuna. Þetta verður hans síðasta tímabil í Eyjum,“ segir Styrmir Sigurðsson einn umsjónarmanna Hlaðvarpsþáttarins Handkastið um Arnór Viðarsson í nýjasta þættinum þar rætt er m.a. um Íslandsmeistara ÍBV...
Handknattleiksliðin Ribe-Esbjerg og Fredericia HK, sem Íslendingar tengjast, hófu keppni í dönsku úrvalsdeildinni með afar góðum sigrum í dag. Ribe-Esbjerg lagði Danmerkurmeistara GOG á heimavelli meistaranna, 29:26. Úrslitin teljast óvænt, ekki síst í ljósi þess að GOG, þrátt fyrir...
Þýsku liðin Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen, sem hafa Íslendinga innanborðs, standa vel að vígi eftir fyrri leiki sína í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fóru í gær. Síðari viðureignirnar fara fram eftir viku en alls taka 10...
FH mætir gríska liðinu AC Diomidis Argous í fyrstu umferð í Evrópubikarkeppninni í handknattleik og hafa FH-ingar ákveðið að leika báða leikina í Grikklandi, 16. og 17. september. FH-ingar geta fengið upplýsingar um ferðir, allar aðstæður og andrúmsloft hjá Haukum,...
ÍBV mætir HB Red Boys frá Differdange í Lúxemborg í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki og fara leikir liðanna fram upp úr miðjum október.Rauðu strákarnir hafa einu sinni áður leikið gegn íslensku liði í Evrópukeppni; gegn Val í Evrópukeppni...
Karlalið FH og Vals og kvennalið ÍBV leika Evrópuleiki sína í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik að heiman. Á vef Handknattleikssambands Evrópu hafa leikirnir verið staðfestir ásamt leiktímum. Viðureignir kvennaliðs Vals við rúmenska liðið HC Dunara Barila í fyrri...
FH mætir gríska liðinu Diomidis Argous í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik og Valur leikur við Granitas-Karys í sömu keppni og umferð. Dregið var í fyrstu og aðra umferð keppninnar í morgun. Einnig voru Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar...
Tekið verður til við að draga í Evrópukeppni félagsliða, forkeppni Evrópudeildanna og Evrópubikarkeppninnar í kvenna- og karlaflokki klukkan 9. Nöfn íslenskra félagsliða verða í skálunum sem dregið verður.Handbolti.is fylgdist með drættinum í textalýsingu hér fyrir neðan.
Nóg verður að gera í fyrramálið við að draga í fyrsta og aðra umferð í Evrópukeppni félagsliða í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu. Eins og handbolta.is sagði frá fyrr í dag þá taka ÍBV og Valur þátt í Evrópukeppni félagsliða í...
Valur og FH mæta til leiks í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í haust. Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar sitja yfir í fyrstu umferð ásamt 52 öðrum liðum sem mæta galvösk til leiks í aðra umferð í október....
4. nóvember voru liðin 60 ár síðan Fram var fyrst íslenskra félaga til að taka þátt í Evrópukeppni í flokkaíþróttum. Fram tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik 1962-1963 og lék við danska liðið Skovbakken frá Árósum. Þá léku...
ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir annað tap fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í...
„Þetta er bara hörkulið sem vann keppnina á síðasta vori og hefur innanborðs fjóra spænskar landsliðskonur og tvær sem hafa verið í hóp hjá brasilíska landsliðinu, þar af hefur önnur leikið nokkra landsleiki,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV,...
ÍBV dróst á móti spænska liðinu Costa del Sol Málaga í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna þegar dregið var í morgun. Spænska liðið er ríkjandi meistari í keppninnar eftir að hafa lagt Zagreb í úrslitum í vor.Verði leikið...