„Við höfðum trú á að geta veitt Val alvöruleik og við gerðum það. Ekki er langt síðan að við vorum í hörkuleik við Val í deildinni og þess vegna höfðum við fulla trú á okkar getu þótt margar spár...
„Við vissum að þetta yrði hörkuleikur hvað sem hver sagði og að það tæki 60 mínútur vinna,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Vals við handbolta.is í Laugardalshöll í dag rétt eftir að flautað var til leiksloka í...
Valur er Powerade-bikarmeistari kvenna í handknattleik 2024 eftir sigur á Stjörnunni 25:22 í úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Þetta er í níunda sinn sem Valur vinnur bikarinn í kvennaflokki og í annað skiptið á þremur árum. Eins marks munur...
Úrslitaleikir Powerade-bikarkeppninnar í handknattleik verða háðir í dag, þ.e. úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna. Stjarnan og Valur mætast í kvennaflokki klukkan 13.30 en ÍBV og Valur í karlaflokki klukkan 16.
Stjarnan leikur í dag í 19. sinn til úrslita í...
Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá MT Melsungen þegar liðið vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Balingen-Weilstetten, 25:22, á útivelli í gær. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen og sömu sögu er...
Hörður vann stórsigur á ÍR, 33:21, í Grill 66-deild karla á Ísafirði í kvöld og eygir þar með áfram möguleika á að skáka ÍR-ingum í kapphlaupinu um það sæti deildarinnar sem veitir sjálfkrafa flutning upp í Olísdeild karla í...
Róður KA/Þórs í neðsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik þyngdist í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli, 27:18, í KA-heimilinu í viðureign sem varð að fresta fyrr í vetur. KA/Þór á tvo leiki eftir og situr í...
„Ég er mjög ánægður með að málið sé komið svona langt. Ferillinn hefur verið langur,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) við handbolta.is í dag á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þess að auglýst hefur verið...
Vilborg Pétursdóttir og samherjar hennar í AIK hafa endurheimt sæti sitt í næstu efstu deild sænska handknattleiksins, Allsvenskan, eftir eitt tímabil í 1. deild Norra. Allsvenskan er deildin sem er næst fyrir neðan úrvalsdeildina, sem nefnd er Handbollsligan á...
„Töpin verða ekki sárari,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona og leikmaður Selfoss í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að Selfoss tapaði fyrir Stjörnunni, 26:25, í framlengdum undanúrslitaleik í Powerade-bikar kvenna í handknattleik. Þetta var fyrsta tap Selfossliðsins á...
Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í kvöld. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn. Leiknum var frestað fyrr á árinu vegna veðurs. Vonandi verður hægt að koma leiknum á dagskrá í kvöld.
Hörkuleikur verður í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði þegar...
„Þetta var heldur betur leikur og Selfossliðið lék mjög vel og saumaði hressilega að okkur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir hin þrautreynda línukona Stjörnuliðsins og aðstoðarþjálfari liðsins í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur Stjörnunnar á Selfossi, 26:25, í framlengdri...
Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk og varð markahæstur hjá SC DHfK Leipzig þegar liðið vann Stuttgart, 27:25, í Stuttgart í gær en leikurinn er liður í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var þriðji sigurleikur SC DHfK Leipzig í...
Stjarnan leikur við Val í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik kvenna á laugardaginn. Stjarnan vann Selfoss, 26:25, eftir framlengdan háspennuleik í Laugardalshöll. Staðan var jöfn, 23:23, eftir venjulegan leiktíma. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12:12.Þetta er fyrsti tapleikur...
Katla María Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Selfoss meiddist alvarlega á vinstri ökkla þegar rúmar 19 mínútur voru liðnar af undanúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í Laugardalshöll. Leikurinn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Eftir því sem næst verður...