„ÍR er vel manna lið og hefur leikið vel stóran hluta tímabilsins þótt okkur hafi tekist að vinna ÍR-inga á sannfærandi hátt í leikjum þegar vantaði nokkra leikmenn í þeirra lið. Í ljósi þess þá bjuggum við okkur mjög...
„Ég er stolt af stelpunum, fólkinu okkar og öllum þeim sem vinna í kringum liðið eftir þennan leik,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR í samtali við handbolta.is í Laugardalshöll í kvöld eftir sjö marka tap ÍR-inga fyrir Íslandsmeisturum...
Íslandsmeistarar Vals leika til úrslita í Powerade-bikarnum í handknattleik kvenna þriðja árið í röð á laugardaginn. Valur vann öruggan sigur á ÍR, 29:21, í undanúrslitaleik í Laugardalshöll í kvöld. Valsliðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda en ÍR-liðið barðist...
Katrine Lunde er komin heim til sín eftir að hafa verið flutt í skyndi á sjúkrahús í miðjum leik Vipers Kristiansand og Romerike Ravens í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Eftir um 20 mínútna leik fann Lunde, sem er ein...
Í dag, 7. mars 2024, eru 60 ár liðin síðan karlandslið Íslands vann sænska landsliðið í fyrsta sinn. Sigurinn vannst á heimsmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu, 12:10. Í tilefni dagsins endurbirtir handbolti.is grein Sigmundar Ó. Steinarssonar blaðamanns frá síðasa ári þegar...
Hulda Bryndís Tryggvadóttir handknattleikskonan reynda hjá KA/Þór leikur ekki með liðinu næsta árið, hið minnsta eftir að ljós kom að hún sleit krossband í öðru hné í leik gegn ÍR í síðasta mánuði. Akureyri.net segir frá ótíðindunum í morgun.
Hulda...
Undanúrslitaleikir Poweradebikars kvenna í handknattleik fara fram í kvöld í Laugardalshöll. Annars vegar mæta ÍR-ingar liði Vals og hinsvegar eigast við Stjarnan og Selfoss.ÍR-ingar eru í fyrsta sinn í 23 ár í undanúrslitum í bikarkeppninni í kvennaflokki eftir að...
Sigurður Páll Matthíasson leikmaður Víkingur U var á þriðjudaginn úrskurðaður í eins leiks bann vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Víkings U og Fram U í Grill 66 deild karla 1. mars sl.
Daníel Karl Gunnarsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun...
Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Industria Kielce höfnuðu í fjórða sæti í A-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum lauk í kvöld. Industria Kielce gerði jafntefli við Aalborg Håndbold, 35:35, í Álaborg í lokaumferðinni. Haukur skoraði...
Fréttatilkynning frá Símanum:
HSÍ í samstarfi við Símann mun sýna frá öllum úrslitaleikjum í bikarkeppni yngri flokka í Handboltapassanum í Sjónvarpi Símans dagana 8. – 10. mars. Sýnt verður frá leikjum 6. flokks og upp í 3. flokk í bæði...
Eyjamaðurinn og vinstri hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson horfir í kringum sig þessa daga og vikur eftir að ljóst var að hann leikur ekki áfram með Eintracht Hagen þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hákon Daði staðfesti...
Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu viðureign Bjerringbro/Silkeborg og Flensburg í 4. og síðustu umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fór á Jótlandi í gær.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen þegar liðið tapaði fyrir Serbíumeisturum...
Handknattleiksmaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson yfirgefur þýska 2. deildarliðið HSC Coburg í sumar eftir tveggja og hálfs árs veru. Félagið segir frá þessu í dag. Heimildir handbolta.is herma að austurríska liðið Alpla Hard, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, hafi Tuma...
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem mætir Grikkjum í tveimur vináttuleikjum í Aþenu í næstu viku. Ágúst Elí kemur inn í stað Viktors Gísla Hallgrímssonar, markvarðar Nantes, sem vegna meiðsla...
Þýska handknattleiksliðið SG Flensburg-Handewitt staðfesti í gær að Daninn Anders Eggert taki til starfa í þjálfarateymi félagsins í sumar. Eggert er fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður Flensburg frá 2006 til 2017. Hann er núna aðstoðarþjálfari KIF Kolding í heimalandi sínu.
IK...