Sunnudaginn 27. ágúst verður haustfundur handknattleiksdómara haldinn í Laugardal. Á dagskrá verður m.a. þrekpróf, leikreglufyrirlestur, gestafyrirlesari, leikreglupróf, segir í tilkynningu sem barst til handbolta.is.
Því var lætt að handbolta.is í gær að Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK...
Óttast er að Guðmundur Ástþórsson, leikmaður Hauka, hafi meiðst illa á vinstri öxl þegar um fimm mínútur voru til leiksloka í viðureign Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Sé svo er um reiðarslag að...
Þunnskipað lið ÍBV vann Hauka, 30:27, í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Magnús Stefánsson nýr þjálfari ÍBV tefldi fram 12 leikmönnum, þar af nokkrum lítt reyndum, í frumraun sinn með liðið í opinberum kappleik...
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að fylgja í kjölfarið á Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, og útiloka Norður Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá störfum við stórmót á næstunni meðan rannsókn stendur yfir á störfum hans sem formanns dómaranefndar EHF.
Nachevski var árum saman...
Handknattleikskonan unga, Berglindi Gunnarsdóttur, hefur verið lánuð frá Val til ÍR. Frá þessu segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍR. Berglind er örvhent skytta sem getur leikið jafnt í skyttustöðunni hægra megin og leikið í hægra horni. Hún lék á...
Grótta vann Víking í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8.
Ekkert varð af Suðurlandsslag
Til stóð að Selfoss og ÍBV riðu á vaðið...
Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, var besti leikmaður HF Karlskrona í kvöld þegar liðið vann Vinslöv HK á útivelli í annarri umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla, 29:26. Með sigrinum tryggði HF Karlskrona sér sæti í 16-liða úrslitum...
„Því miður þá varð niðurstaðan sú sem maður óttaðist, krossband er slitið hjá Mariam. Þar af leiðandi stendur hún frammi fyrir aðgerð og fjarveru frá handboltanum í eitt ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is...
Íslenska landsliðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í fyrsta sinn í 12 ár síðar á þessu ári. Dregið var í riðla í sumar en loksins í morgun voru leiktímar riðlakeppninnar staðfestir. Allar þrjár viðureignir íslenska landsliðsins í...
Victor Máni Matthíasson sem lék með StÍF í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik á síðustu leiktíð hefur æft með Stjörnunni upp á síðkastið og tók m.a. þátt í viðureign liðsins við Gróttu í UMSK-mótinu á laugardaginn. Victor Máni lék síðast...
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans í svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen hófu keppnistímabilið í dag á sama hátt og þeir luku því síðasta, þ.e. á sigri. Kadetten vann HC Kriens, 33:27, í meistarakeppninni sem markar upphaf keppnistímabilsins í Sviss,...
Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðsson, vann franska meistaraliðið PSG, 39:37, í æfingaleik í Schwalbe-Arena í Gummersbach í gær. Elliði Snær Viðarsson skoraði sex af mörkum Gummersbach-liðsins. Hákon Daði Styrmisson var ekki á meðal markaskorara. Keppni hefst í þýsku...
Stjarnan lagði Gróttu nokkuð örugglega í annarri umferð UMSK-móts karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag, 33:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir eftir jafnan fyrri hálfleik, 16:14.
Stjarnan og Afturelding leika þar með til úrslita...
Afturelding lagði Val í æfingaleik í handknattleik karla í Orgiohöllinni í hádeginu í 34:32, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik 17:14. Nokkuð vantaði af leikmönnum í bæði lið en það jákvæða var að Róbert...
„Ég skrifaði undir samning við hálfum öðrum mánuði en það er fyrst núna sem Sádarnir segja frá þessu. Þeir eru ekkert að flýta sér,“ sagði Erlingur Richardsson léttur í bragði í samtali við handbolta.is eftir að opniberað var í...