„Við vorum ákveðnar í að taka þátt í úrslitakeppninni til þess að gera eitthvað óvænt. Ég held að okkur hafi tekist þokkalega við það ætlunarverk okkar,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is eftir að lið hennar...
Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með tapaði í gær fyrir HC Kriens-Luzern, 32:30, í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Óðinn Þór var markahæstur hjá Kadetten með níu mörk. Svissneski landsliðsmaðurinn Andy Schmid skoraði...
Gríðarleg eftirvænting eru fyrir oddaleik Víkings og Fjölnis í umspili Olísdeildar karla sem fram fer í Safamýri á morgun, sunnudag, klukkan 14. Stefnir í fullt hús ef framhaldið verður á þeirri miðasölu sem hefur verið síðustu klukkustundir.
Þegar handbolti.is...
Útlit er fyrir að miklar breytingar verði á kvennaliði Stjörnunnar í handknattleik frá lokum þessa tímabils og þangað til það næsta hefst í september. Eftir því sem næst verður komist lék Hanna Guðrún Stefánsdóttir sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna...
Haukar knúðu fram oddaleik í undanúrslitarimmunni við deildarmeistara ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Haukar unnu á heimavelli eftir framlengingu, 29:26.
Oddaleikur liðanna verður í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og hefst klukkan 18. Hvort lið hefur unnið...
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið fjölmennan hóp leikmanna sem skal koma saman til æfinga frá 19. til 21. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Fljótlega eftir æfingarnar verður valinn...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, og Janus Daði Smárason skoraði tvisvar sinnum þegar Kolstad vann Runar, 28:22, í Kolstad Arena í Þrándheimi í gær í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar...
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR. Ásthildur kom til liðs við ÍR-inga í sumar frá Stjörnunni og skoraði 44 mörk í 16 leikjum í Grill66-deildinni í vetur.
Ásthildur Bertha, sem leikur í stöðu hægri hornamanns,...
Igor Mrsulja leikur ekki með Víkingi í oddaleiknum við Fjölni á sunnudaginn í umspili Olísdeildar karla í handknattleik. Mrsulja var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Eins og vant er með úrskurði aganefndar þá...
Handknattleiksdeild Hauka hefur framlengt samningi sínum við Margréti Einarsdóttur, markvörð til næstu tveggja ára. Þetta eru góð tíðindi fyrir Haukaliðið sem stendur í ströngu um þessar mundir í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar.
Margrét sem verið hefur aðalmarkvörður Hauka síðan hún kom...
„Svona leikir koma við og við. Eins og ég sagði við strákana fyrir leikinn í kvöld. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að við erum að djöflast í þessu öllu saman mánuðum saman. Það er eins gott að njóta...
Stórskyttan unga, Tryggvi Garðar Jónsson, hefur kvatt Val og skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Tryggvi Garðar er tvítugur að aldri og hefur leikið með Val upp alla yngri flokka.
„Hann passar vel inn í ungt og ferskt lið...
„Það er ekki alveg komið á hreint ennþá hvað ég geri á næsta keppnistímabili. Ég er í sambandi við nokkur lið,“ sagði færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg við handbolta.is en hann tilkynnti í gær að hann hafi leikið sinn síðasta...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og leikmenn hans í danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia Håndboldklub eru aldeilis að gera það gott í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik. Í gærkvöld vann Fredericia Håndboldklub þriðja leikinn sinn í keppninni þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 34:27,...
Fjölnir og Víkingur mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn klukkan 14. Það liggur fyrir eftir einn jafnasta og mest spennandi handboltaleik sem fram hefur farið á Íslandsmótinu í handknattleik frá upphafi í Dalhúsum í...