Jakob Lárusson og leikmenn Kyndils leika til úrslita um færeyska meistaratitilinn í handknattleik kvenna gegn H71. Kyndill vann Neistan, 30:29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í gær. Kyndill vann einnig fyrrri leikinn. Fyrsti úrslitaleikur H71 og Kyndils verður í vikunni.
Orri...
Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson voru í stórum hlutverkum og stóðu undir þeim í dag þegar Ribe-Esbjerg vann Kolding, 28:26, á heimavelli í þriðju umferð riðils tvö í úrslitakeppni efstu liðanna um danska meistaratitilinn í handknattleik.
Ágúst Elí stóð...
„Við lögðum á það áherslu að sýna ákveðni og standard strax í byrjun og að okkur væri alvara að vinna leikinn og fara á fullri ferð inn í undanúrslitin,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir leikmaður Stjörnunnar í samtali við handbolta.is...
Handknattleikskonan Alexandra Líf Arnarsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í sumar og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Alexandra Líf hefur leikið með Fredrikstad Bkl. í norsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð eftir að hafa verið leikmaður...
Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur ákveðið að kveðja Fram og ganga til liðs við Val í sumar. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Mun þegar liggja fyrir samkomulag á milli Hafdísar og Vals.
Hafdís, sem er 25 ára gömul, hefur...
Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson skoruðu fimm mörk hvor þegar lið þeirra Balingen-Weilstetten vann N-Lübbeck naumlega á heimavelli, 28:27, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar.
Örn Vésteinsson Östenberg kom lítið...
Oft hefur gengið betur hjá liðum íslensku landsliðskvennanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik en í dag. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði BSV, og samherjar hennar í Sachsen Zwickau töpuðu illa á heimavelli fyrir HSG Bensheim/Auerbach eftir að botninn datt...
ÍR leikur til úrslita við Selfoss í úrslitum umspilsins um keppnisrétt í Olísdeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Gróttu í uppgjöri liðanna í oddaleik í Skógarseli, heimavelli ÍR, 28:21, í dag. Mestur varð...
Rúm vika er þangað til ársþing Handknattleikssamband Íslands verður haldið. Allt stefnir í að sjálfkjörið verði í þau fimm sæti sem kosið verður um til stjórnar sambandsins. Engin mótframboð hafa borist en framboðsfrestur rann út fyrir nærri tveimur...
Þótt enn séu um níu mánuðir þangað til flautað verður til fyrsta leiks á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik í Þýskalandi og ekki liggur fullkomlega fyrir hvaða landslið taka þátt hefur sala aðgöngumiða verið með allra besta móti. Ríflega 100...
Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á síðari undanúrslitaleik norsku liðanna Nærbø og Runar Sandefjord í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á sunnudaginn. Nærbø vann fyrri viðureignina sem fram fór í Sandefjord, 29:27.
Varnarmaðurinn sterki, Brynjar Hólm Grétarsson, leikur ekki með Stjörnunni á...
Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með HF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Það varð ljóst í kvöld þegar HF Karlskrona vann OV Helsingborg, 26:21, í oddaleik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Karlskrona...
Útlit er fyrir að tekist hafi að bjarga pólska meistaraliðinu, Vive Kielce, yfir erfiðasta fjárhagslega hjallinn. Félagið hefur nánast verið á fjárhagslegri gjörgæslu síðustu mánuði eftir að helsti bakhjarlinn, drykkjarvörurisinn Van Pur, þess sagði upp samningi sínum í lok...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Arnar Freyr Arnarsson, verður í herbúðum þýska félagsins MT Melsungen í ár til viðbótar, til loka keppnistímabilsins vorið 2024. Þetta staðfesti Arnar Freyr við handbolti.is í morgun. Hann verður þá búinn að vera með liði félagsins...
Kvennalandsliðið í handknattleik hefur undankeppni Evrópumótsins með viðureign á heimavelli við Lúxemborg 11. október í haust. Dregið var í riðla undankeppninnar í gær eins og handbolti.is sagði m.a. frá í beinni textalýsingu. Í framhaldinu var gefin út leikjadagskrá...