Haukar knúðu fram oddaleik í undanúrslitarimmunni við deildarmeistara ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Haukar unnu á heimavelli eftir framlengingu, 29:26.
Oddaleikur liðanna verður í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og hefst klukkan 18. Hvort lið hefur unnið...
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið fjölmennan hóp leikmanna sem skal koma saman til æfinga frá 19. til 21. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Fljótlega eftir æfingarnar verður valinn...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, og Janus Daði Smárason skoraði tvisvar sinnum þegar Kolstad vann Runar, 28:22, í Kolstad Arena í Þrándheimi í gær í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar...
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR. Ásthildur kom til liðs við ÍR-inga í sumar frá Stjörnunni og skoraði 44 mörk í 16 leikjum í Grill66-deildinni í vetur.
Ásthildur Bertha, sem leikur í stöðu hægri hornamanns,...
Igor Mrsulja leikur ekki með Víkingi í oddaleiknum við Fjölni á sunnudaginn í umspili Olísdeildar karla í handknattleik. Mrsulja var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Eins og vant er með úrskurði aganefndar þá...
Handknattleiksdeild Hauka hefur framlengt samningi sínum við Margréti Einarsdóttur, markvörð til næstu tveggja ára. Þetta eru góð tíðindi fyrir Haukaliðið sem stendur í ströngu um þessar mundir í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar.
Margrét sem verið hefur aðalmarkvörður Hauka síðan hún kom...
„Svona leikir koma við og við. Eins og ég sagði við strákana fyrir leikinn í kvöld. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að við erum að djöflast í þessu öllu saman mánuðum saman. Það er eins gott að njóta...
Stórskyttan unga, Tryggvi Garðar Jónsson, hefur kvatt Val og skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Tryggvi Garðar er tvítugur að aldri og hefur leikið með Val upp alla yngri flokka.
„Hann passar vel inn í ungt og ferskt lið...
„Það er ekki alveg komið á hreint ennþá hvað ég geri á næsta keppnistímabili. Ég er í sambandi við nokkur lið,“ sagði færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg við handbolta.is en hann tilkynnti í gær að hann hafi leikið sinn síðasta...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og leikmenn hans í danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia Håndboldklub eru aldeilis að gera það gott í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik. Í gærkvöld vann Fredericia Håndboldklub þriðja leikinn sinn í keppninni þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 34:27,...
Fjölnir og Víkingur mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn klukkan 14. Það liggur fyrir eftir einn jafnasta og mest spennandi handboltaleik sem fram hefur farið á Íslandsmótinu í handknattleik frá upphafi í Dalhúsum í...
Hornamaðurinn eldfljóti Úlfar Páll Monsi Þórðarson hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Val°að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Hann hefur leikið með Aftureldingu og áður Stjörnunni fjögur ár, þar af síðustu þrjú með Aftureldingu. Frá þessu greinir handknattleiksdeild...
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell hefur kvatt herbúðir KA og samið við norska úrvalsdeildarliðið Viking TIF. Frá þessu er sagt á vefsíðu færeyska blaðsins Sosialurinn. Viking TIF, sem er með bækistöðvar í Bergen, vann sér fyrir skemmstu sæti í norsku...
Anna Lára Davíðsdóttir hefur samið við kvennalið Stjörnunnar til ársins 2025. Hún er ekki ókunnug í herbúðum Stjörnunnar eftir að hafa leikið sem lánsmaður frá Haukum á yfirstandandi keppnistímabili. Nú hefur hún ákveðið að fá félagaskipti úr Haukum yfir...
Aron Pálmarsson sneri til baka í lið Aalborg Håndbold í gær eftir meiðsli og lék afar vel þegar liðið vann Kolding, 28:26, í Kolding í fjórðu umferð annars riðilsins í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld....