- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Steinunn bætir við tveimur árum með Fram

Ein allra fremsta handknattleikskona landsins, Steinunn Björnsdóttir, landsliðskona og fyrirliði meistaraflokks Fram, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Steinunn, sem leikið hefur 46 landsleikir og skorað 60 mörk, er uppalinn Frammari og hefur undanfarin...

Staðfest að Ísland er í efsta styrkleikaflokki

Íslenska landsliðið verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla 2024. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur birt styrkleikaflokkana fjóra eftir að undankeppninni lauk á sunnudaginn. Dregið verður í riðla mótsins 10. maí í Düsseldorf....

Molakaffi: Kalandadze, Tskhovrebadze, Granlund, Smits, Turchenko, Bjarki, West av Teigum

Tite Kalandadze fyrrverandi stórskytta og leikmaður Stjörnunnar og ÍBV er í þjálfarateymi landsliðs Georgíu sem tryggði sér á laugardaginn sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í janúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem Georgía á...
- Auglýsing -

Hildur heldur áfram hjá ÍR

Hildur Øder Einarsdóttir, markvörður hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hildur, sem kom til ÍR frá Stjörnunni, hefur reynst liðinu afar mikilvæg og verið einn allra besti markvörður Grill66-deildarinnar í vetur. Einnig hefur hún farið á kostum með...

Sara Sif kom í veg fyrir framlengingu

Valur jafnaði metin í einvíginu við Stjörnuna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik með eins marks sigri í hörkuleik í TM-höllinni í Garðabæ, 25:24. Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, kom í veg fyrir að Helena Rut Örvarsdóttir jafnaði metin...

Hundsvekktur með úrslitin – vorum í góðri stöðu

„Ég er hundsvekktur með úrslitin og það líka að hafa ekki fengið vítakast í lokin. En ætli að maður verði ekki að horfa á síðustu sókn okkar aftur áður en maður fellir endanlegan dóm,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari...
- Auglýsing -

Enginn vill fara í sumarfrí í þessari stemningu

„Þetta tókst hjá okkur í dag,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir sigur liðsins á Víkingi í þriðju viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í Safamýri í dag, 25:24, eftir æsilegan lokakafla þar sem sitt sýndist hverjum. „Ég hef...

Myndir: Strákarnir hittu aðdáendur, fjölskyldur og vini

Eins og venjulega eftir stórleiki í Laugardalshöllinni þá gefa leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik sér alltaf tíma til þess að hitta aðdáendur, fjölskyldu og vini þegar flautað hefur verið til leiksloka. Ekki varð breyting á í gær eftir sigurinn...

Aldrei fleiri Norðurlandaþjóðir með á EM

Aldrei hafa fleiri Norðurlandaþjóðir átt sæti í lokakeppni Evrópumeistaramóts í handknattleik A-landsliða en þegar Evrópumótið fer fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Alls verða fimm landslið frá Norðurlöndum á mótinu, Danmörk, Færeyjar, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Svíar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Elín, Steinunn, Gauti, Knorr, Alfreð, Magueda

Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Metzingen í fimm marka tapi fyrir Buxtehuder, 33:28, í þýsku 1. deildinni í gær. Leikið var á heimavelli Buxtehuder. Liðin eru jöfn að stigum, hafa 24 stig hvort, í...

Myndir: Elliði Snær fer ekki alltaf troðnar slóðir

Eyjamaðurinn eldhressi Elliði Snær Viðarsson lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna frekar en aðrir Eyjamenn. Hann fer heldur ekki alltaf troðnar slóðir í átt sinni að marki eins og meðfylgjandi myndasyrpa Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara úr leik Íslands og...

Stórkostlegur árangur Færeyinga – taka þátt í EM í Þýskalandi

Frændur okkur Færeyingar taka þátt í Evrópumótinu í handknattleik karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Færeyska landsliðið er eitt fjögurra landsliða sem var með besta árangur í þriðja sæti í riðlum undankeppninnar sem lauk...
- Auglýsing -

Allar tillögur til breytinga voru felldar á þingi HSÍ

Allar tillögur til breytinga á keppni á Íslandsmótinu í handknattleik á næsta keppnistímabili voru felldar á ársþingi Handknattleikssambands Íslands sem haldið var fyrri partinn í dag í Laugardalshöll. M.a. lá fyrir tillaga um eina deild í meistaraflokki kvenna. Tillagan...

Jacobsen stýrir danska landsliðinu til 2030

Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, hefur skrifað undir nýjan samning við danska handknattleikssambandið sem gildir til loka júní árið 2030. Þetta var tilkynnt í gær áður en danska landsliðið vann stórsigur á Evrópumeisturum Svía, 37:31, Jyske Bank Boxen...

Molakaffi: Jakob, eftirvænting ríkir, áskorun, Lindberg

H71 hafði betur gegn Kyndli í fyrsta úrslitaleik liðanna um færeyska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í gær, 34:25. Leikurinn fór fram í Hoyvíkuhöllinni. Jakob Lárusson er þjálfari Kyndilsliðsins sem var marki undir að loknum fyrri hálfleik í gær. 15:14....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -