ÍBV heldur áfram leið sinni að deildarmeistaratitlinum í Olísdeild kvenna. Í kvöld lagði Eyjaliðið liðsmenn Hauka, 30:23, á Ásvöllum í skemmtilegum leik sem markaði upphaf 19. umferðar. Leikurinn var lengst af jafn því gefa lokatölurnar ekki endilega spegilmynd af...
Rúnar Kárason leikur með Fram á næsta keppnistímabili í Olísdeild karla. Þetta herma heimildir handbolta.is og að blaðamannafundur sem handknattleiksdeild Fram hefur boðað til á morgun snúist um að kynna endurkomu Rúnars í bláa búninginn eftir 14 ára fjarveru.
Rúnar...
„Við getum bara svarað fyrir okkur með stórleik á sunnudaginn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem við leikum illa á útivelli í undankeppni. Við könnumst aðeins við þetta,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins á blaðamannafundi...
U21 árs landslið karla er komið til Amiens í Frakklandi þar sem það mætir franska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum. Fyrri viðureignin fer fram í kvöld og hefst þegar klukkan verður 18.30 hér heima ísaköldu landi.
Íslenska liðið æfði í nokkra...
Nítjánda og þriðja síðasta umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld þegar efsta lið deildarinnar, ÍBV, sækir Hauka heim á Ásvelli. Flautað verður til leiks klukkan 18. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir að Díana Guðjónsdóttir tók við þjálfun liðsins...
Handknattleikskonan Harpa María Friðgeirsdóttir hefur skrifað undir nýja samning við Fram til tveggja ára. Harpa María er fædd árið 2000 og er því 23 ára á þessu ári. Hún er uppalin Framari. Harpa María leikur í stöðu vinstri hornamanns. ...
Þriðja umferð undankeppni EM karla í handknattleik fór fram í gærkvöld og í kvöld. Fjórða umferð verður leikin um helgina.
Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðilinn á EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar. Einnig komast fjögur...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur samið við þýska handknattleiksliðið GWD Minden til tveggja ára og gengur til liðs við félagið í sumar og um leið og Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun. Bjarni Ófeigur er að ljúka sínu þriðja keppnistímabili með...
Fyrrverandi markvörður Aftureldingar í handknattleik, Ungverjinn Oliver Kiss, dæmir viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handknattleik á sunnudaginn. Kiss hóf fljótlega að dæma eftir að leikmannsferlinum lauk og hefur hann getið sér gott orð með flautuna og...
Færeyingar unnu frækinn sigur á Rúmenum í fjórða riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í gærkvöld, 28:26, í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Þetta er fyrsti sigur færeyska landsliðsins í undankeppninni að þessu sinni og kemur því á bragðið í...
Ólafur Andrés Guðmundsson handknattleiksmaður GC Amicitia Zürich er sagður flytja til Svíþjóðar í sumar og ganga til liðs við Karlskrona sem leikur í næst efstu deild. Aftonbladet sagði frá þessu samkvæmt heimildum í gær og að hvort sem Karlskrona...
„Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, það er svo svekkjandi að tapa þessum leik. Við klúðruðum dauðfærum frá fyrstu mínútu til þeirrra síðustu og að skora aðeins sautján mörk er hreinlega ekki boðlegt,“ sagði Viggó Kristjánsson...
„Sautján mörk duga ekki til þess að vinna handboltaleik. Frammistaðan í sóknarleiknum var ekki boðlega, hvorki fyrir íslenska landsliðið né okkur sjálfa,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Tékkum, 22:17, í...
Íslenska landsliðið var kjöldregið af grimmum Tékkum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Mestska hala Vodova-keppnishöllinni í Brno í Tékklandi í kvöld, 22:17, eftir að heimamenn voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 12:10.
Ekki stóð...
Sex ár eru liðin síðan landslið Íslands og Tékklands mættust síðast í handknattleik í karlaflokki. Síðasti leikur var Brno í Tékklandi 14. júní 2017. Eins og nú þá var viðureignin liður í undankeppni EM. Tékkar höfðu betur, 27:24, eftir...