KA-menn gerðu góða ferð Úlfarsárdalinn í dag og lögðu þar næsta efsta lið Olísdeildar karla, 31:30, í hörkuleik þar sem Framliðið skoraði þrjú síðustu mörkin. KA situr eftir sem áður í áttunda sæti deildarinnar. Liðið hefur nú átta stig...
„Leikirnir við Ungverja verða mikil áskorun fyrir okkur. Við vissum fyrir að framundan væri hörkuleikir í HM-umspilinu. Okkar verkefni verður að búa okkur eins vel undir leikina og hægt er, halda áfram að taka framförum og sýna góða leiki....
Jakob Lárusson heldur áfram að gera það gott sem þjálfari færeyska kvennaliðsins Kyndils í Þórshöfn. Hann tók við þjálfun liðsins í sumar sem leið og hefur stýrt liðinu til sigurs eða jafntefli í 10 síðustu leikjum eftir tap í...
Að vanda verður mikið um að vera í Olísdeildum kvenna og karla í dag eins og flesta laugardaga síðustu vikur. Sjöunda umferð Olísdeildar kvenna verður hespað af með fjórum leikjum á höfuðborgarsvæðinu. Að umferðinni lokinni verður þriðjungur deildarkeppninnar að...
Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk og Daníel Þór Ingason eitt í þriggja marka sigri liðs þeirra, Balingen-Weilstetten, á N-Lübbecke, 26:23, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Balingen-Weilstetten er áfram efst í deildinni með 23 stig...
HK heldur sínu striki í Grill 66-deild karla því ekki tókst ungmennaliði Selfoss að leggja stein í götu Kópavogsliðsins í viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. HK var með talsverða yfirburði nánast frá upphafi og skoraði tvöfalt...
ÍR gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með því að leggja Gróttu með sex marka mun, 26:20, í viðureign toppliða deildarinnar í Skógarseli. ÍR er þar með komið í...
Frændþjóðirnar Danmörk og Noregur leika til úrslita á Evrópumóti kvenna í handknattleik á sunnudagskvöldið í Ljubljana í Slóveníu. Átján ár eru liðin síðan lið þjóðanna mættist síðast í úrslitaleik á stórmóti. Það var á EM í Ungverjalandi 2004 og...
Það nægði Valsmönnum að fara á kostum í síðari hálfleik til þess að vinna Stjörnuna örugglega í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Origohöllinni í kvöld, 35:29. Stjarnan lék vel í fyrri hálfleik og var yfir, 19:16,...
Stórleikur verður í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í karlaflokki þegar ÍBV fær bikarmeistara Vals í heimsókn. Liðin mættust í úrslitum Íslandsmótsins í vor svo úr varð skemmtilegt einvígi. Að þessu sinni mætast liðin í Vestmannaeyjum annað hvort 15. eða...
„Síðasti aðgöngumiðinn er seldur. Það er uppselt,“ sagði Jón Halldórsson stjórnarmaður í handknattleiksdeild Vals glaður í bragði í samtali við handbolta.is fyrir stundu þegar staðfest var að síðasti aðgöngumiðinn á viðureign Vals og Flensburg-Handewitt í Evrópudeild karla í handknattleik...
Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður fingurbrotnaði fyrir hálfum mánuði og gat þar af leiðandi ekki leikið með GC Zürich í gærkvöld þegar liðið vann stórsigur á smáliðinu Weinfelden, 42:13, í 16-liða úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Harpa Rut...
Tíunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með viðureign Íslandsmeistara Vals og Stjörnunnar í Origohöll Valsmanna við Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Valur lagði Hauka í hörkuleik á mánudaginn á Ásvöllum, 34:32. Daginn áður sprungu Stjörnumenn út...
Britney Cots, leikmaður Stjörnunnar, er í leikmannahópi Senegal sem tekur nú þátt í Afríkumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Dakar í Senegal. Cots og samherjar hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM í desember á næsta ári en Senegal leikur...
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans í ungverska stórliðinu Veszprém unnu Ferencváros með 10 marka munu, 50:40, í vægast sagt skrautlegum handboltaleik á heimavelli í Veszprém í ungversku 1. deildinni í kvöld.Lokatölurnar eru hreint lygilegar...