„Stelpurnar voru mjög flottar í dag. Einhverjar hefðu komið litlar í sér í næsta leik eftir tapið fyrir Svíum en þær gerðu það ekki heldur léku frábærlega,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna eftir frábæran sigur á Serbum, 23:21, í...
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum er Bergischer HC og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 25:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ýmir Örn Gíslason var allt í öllu í vörn Rhein-Neckar í leiknum og...
Aftureldingarmenn gerðu góða ferð austur á Selfoss í kvöld og kræktu þar í fyrsta sigur sinn í Olísdeild karla er þeir lögðu lið Selfoss í Sethöllinni, 26:24, eftir að staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.Afturelding hefur þar...
„Þetta gekk svo vel alveg frá byrjun. Tilfinningin núna eftir svona frábæran leik er alveg æðisleg,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikstjórnandi, í samtali við handbolta.is eftir sigurleikinn á Serbum, 23:21, í undankeppni EM kvenna í...
„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að...
Annað af toppliðum Grill66-deild karla, Hörður, á Ísafirði hefur þurft að sitja undir ágjöfum á áhöfn sinni síðustu daga eftir því sem næst verður komist.Lettinn Endijs Kusners, sem kom til Harðar um mitt síðasta tímabil, mun hafa farið...
Lið Þórs frá Akureyri varð fyrir áföllum í gær er það mætti ÍR í 2. umferð Grill66-deildarinnar í handknattleik karla í Austurbergi. Á Facebook-síðu sinni greina Þórsarar frá því að Viðar Reimarsson og Aron Hólm Kristjánsson hafi báður farið...
Eftir að hafa skoraði 16 mörk í kappleik um miðja vikuna lét Bjarki Már Elísson sér nægja að skora átt mörk í kvöld þegar lið hans, Lemgo, vann Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:24. Engu...
Fjölnismenn lentu í kröppum dansi er þeir sóttu Kórdrengi heim í Digranes í kvöld í Grill66-deildinni í handknattleik. Kórdrengir létu sinn hlut ekki átakalaust í fyrsta heimaleiknum á Íslandsmótinu þar sem þeir undirstrikuðu að þeir verða sýnd veiði en...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Serbum í undankeppni Evrópumótsins á morgun frá viðureigninni við Svía ytra á miðvikudagskvöld. Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór var kölluð inn í hópinn í stað Lovísu Thompson...
Danir höfðu betur í síðari vináttuleiknum við Íslendinga hjá liðum skipuð stúlkum 18 ára og yngri í Kolding í dag, 26:19, eftir að fjögurra marka munur var í hálfleik, 10:6.„Heilt yfir fínn leikur hjá okkur þrátt fyrir tap. Okkur...
Framkvæmdir eru langt komnar við nýju íþróttahöllina í Búdapest í Ungverjalandi sem íslenska landsliðið mun leika í á Evrópumeistaramóti karla í byrjun næsta árs. Rúmir tveir mánuðir eru þangað til verktakinn á að skila af sér mannvirkinu fullbúnu. Keppnishöllin...
Haukur Þrastarson skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú þegar Vive Kielce vann Chrobry Glogow, 45:29, í pólsku 1. deildinni í gær. Kielce er með 15 stig að loknum fimm leikjum í deildinni og hefur að vanda nokkra...
Nýliðar Berserkja í Grill66-deild karla í handknattleik töpuðu naumlega fyrsta leik sínum i deildinni er þeir tóku á móti ungmennaliði Aftureldingar í Víkinni í kvöld, 25:22. Berserkir voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10. Tæplega 200 áhorfendur...