Færeyski landsliðsmaðurinn Rógvi Dal Christiansen leikur ekki með Fram næstur vikurnar, að sögn Sebastians Alexanderssonar, þjálfara liðsins. Annar ökkli Christiansen er í mesta ólagi eftir að hann sneri sig illa í leik með færeyska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í...
Eftir að það spurðist út í gær að Xavi Pascual hafi óskað eftir að láta af starfi þjálfara Barcelona í sumar var Carlos Ortega, þjálfari Hannover-Burgdorf, fljótlega orðaður við starfið. Ortega er að vísu samningsbundinn þýska liðinu fram á...
„Við fengum heldur betur að vinna fyrir þessum stigum. Framarar voru góðir, léku hraðann og kraftmikinn handbolta. Seldu sig dýrt enda í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Við vorum staðir varnarlega en sýndum karakter og náðum að landa nokkuð...
„Ég er ótrúlega stoltur af Framliðinu eftir þennan leik,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram við handbolta.is kvöld eftir sex marka tap fyrir Haukum í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Safamýri í kvöld. Haukar fengu að hafa...
Haukar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum tveimur sem þeir sóttu í heimsókn sinni til Fram í Safamýri í kvöld í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Þótt sex mörkum hafi munað þegar upp var staðið, 35:29,...
Ragnheiður Júlíusdóttir er markadrottning Olísdeildar á þessu keppnistímabili. Hún skoraði 121 mark í 14 leikjum Fram í deildinni en hún missti ekki úr leik. Ragnheiður skoraði að jafnaði 8,6 mörk í leik og alls 38 úr vítaköstum.„Ég er þokkalega...
Þær óvæntu fregnir berast úr herbúðum spænska stórliðsins Barcelona að Xavi Pascual þjálfari liðsins vilji hætta í lok keppnistímabilsins. Pascual er með samning við Barcelona fram á mitt næsta ár. Hann hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að...
Undanúrslit í umspili um sæti í Olísdeild kvenna hefst á miðvikudagskvöldið og taka fjögur lið þátt. HK, sem hafnaði í næst neðsta sæti Olísdeildar sem lauk á laugardaginn, og Grótta, ÍR og Fjölnir-Fylkir úr Grill 66-deildinni. Lokaumferð Grill 66-deildarinnar...
„Það var eins og menn hafi ekki haft trú á því að menn gætu staðið lengur í Valsliðinu. Við erum síðan óagaðir á köflum og sóknarleikurinn var ekki falleg sjón. Eins var það ákvörðun mín að rúlla á liðinu...
Nítjándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með einum leik en þá taka Framarar á móti efsta liði deildarinnar, Haukum. Framarar eru í níunda sæti deildarinnar um þessar mundir og berjast hart fyrir hverju stigi sem gæti...
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu þriggja ára. Elín Klara sem verður 17 ára á árinu hefur komið vel inn í liðið eftir að deildin hófst á ný á þessu ári og er...
Handknattleiksmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir hefur ákveðið að leika með Fram á næsta keppnistímabili. Hún hefur gert þriggja ára samning við Safamýrarliðið sem hún kvaddi á haustmánuðum og gekk til liðs við Lugi. Hjá Lugi lenti Hafdís fljótlega í erfiðum meiðslum...
Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir gengur til liðs við Val í sumar en hún hefur frá áramótum verið í herbúðum Fram. Hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við Valsliðið og kemur í stað Margrétar Einarsdóttur sem samdi við Hauka...
Markvörðurinn Phil Döhler reið baggamuninn fyrir FH-inga er þeir lögðu Aftureldingu með þriggja marka mun, 30:27, í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í upphafsleik 18. umferðar. FH var með fjögura marka forskot í hálfleik, 17:13.Döhler varði vítakast og...
„Það var sætt að klára þetta. Við sýndum ótrúlegan karakter í síðari hálfleik eftir að hafa leikið illa í þeim fyrri það sem við vorum alltaf á eftir,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari nýbakaðra deildarmeistara KA/Þórs í Olísdeild kvenna,...