Elvar Ásgeirsson og félagar í Nancy léku sinn besta leik til þessa í frönsku 1. deildinni á heimavelli í dag er þeir tóku á móti Ólafi Andrési Guðmundssyni og samherjum í Montpellier. Frammistaðan nægði Nancy þó ekki til sigurs....
„Við mættum ekki leiks í upphafi síðari hálfleiks með þeim afleiðingum að Valsliðið valtaði yfir okkur á fyrstu tíu til tólf mínútunum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir sex marka tap Hauka fyrir Val í Olísdeild kvenna í handknattleik...
Íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa samið við norska úrvalsdeildarliðið Kolstad. Félagið staðfesti það í dag. Ganga þeir til liðs við félagið á næsta sumri. Janus frá Göppingen og Sigvaldi Björn frá Kielce í Póllandi.Einnig...
Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska liðið Vfl Gummersbach. Nýr samningur gerir ráð fyrir að Eyjamaðurinn ungi verði í herbúðum Gummersbach fram til ársins 2024. Fyrri samningur var til tveggja ára en...
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í átta skotum og átti fimm stoðsendingar þegar Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold unnu Bjerringbro/Silkeborg, 31:30, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær.Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot, 31%, þegar Kolding tapaði fyrir efsta liði dönsku...
Hörður á Ísafirði er á ný kominn upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik. Harðarmenn lögðu ungmennalið Hauka með fjögurra marka mun, 32:28, í fjórða leik sínum á leiktíðinni. Leikið var í íþróttahúsinu Torfnesi.Hörður voru...
ÍR tyllti sér eitt í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik í dag og situr þar að minnsta kosti eitthvað fram á kvöldið eftir tíu marka sigur á ungmennaliði Vals í miklum markaleik í Austurbergi í dag, 43:33. All...
Meistarar KA/Þórs lentu í kröppum dansi í KA-heimilinu í dag þegar HK kom í heimsókn. Máttu meistararnir þakka fyrir annað stigið þegar upp var staðið eftir jafnan leik, 26:26. HK var marki yfir, 13:12, að loknum fyrri hálfleik. Gestirnir...
Eftir talsverðan barning í lokin þá tókst Stjörnunni að fagna sigri á ÍBV í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 26:24. Eva Björk Davíðsdóttir innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndunum og hjó þá á nærri...
Teitur Örn Einarsson hefur svo sannarlega komið eins og stormsveipur inn í lið Flensburg á síðustu tveimur vikum eftir skipti hans frá Kristianstad í Svíþjóð. Nú hefur bæst rós í hnappagat Selfyssingsins kraftmikla því EHF tilkynnti í morgun að...
Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hélt upp á að vera valinn í landsliðshópinn í vikunni með stórleik í gærkvöldi með Nice í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Grétar Ari varði 22 skot, þar af tvö vítaköst, í leik gegn Tremblay...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður heldur áfram að fara á kostum á milli stanganna í kappleikjum. Hún lokaði marki Ringköbing á löngum köflum í gær þegar lið hennar vann Skanderborg, 28:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Það kom því ekki...
Sigþór Gellir Michaelsson fór mikinn í kvöld þegar Vængir Júpiters unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Grill66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld er liðsmenn Berserkja komu í heimsókn. Sigþór Gellir gekk nær því berserksgang og skoraði...
ÍR tyllti sér á topp Grill66-deildar kvenna í kvöld með fimm marka sigri á Gróttu í Austurbergi, 25:20. ÍR komst stigi upp fyrir FH og Selfoss sem eiga leik til góða. Á sama tíma vann Víkingur öruggan sigur á...
KA-menn lentu á vegg í Kaplakrika í kvöld er þeir sóttu FH-inga heim í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Frábær vörn og framúrskarandi frammistaða Phil Döhler lagði grunn að sjö marka sigri FH-inga, 28:21. KA-liðið átti á brattann...