Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson heldur uppteknum hætti með Gummersbach í þýsku 2. deildinni. Í gær skoraði hann 10 mörk í þriðja deildarleiknum í röð er Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, vann Dormagen, 28:18, í fimmtu umferð deildarinnar.
Hákon Daði...
„Stelpurnar voru mjög flottar í dag. Einhverjar hefðu komið litlar í sér í næsta leik eftir tapið fyrir Svíum en þær gerðu það ekki heldur léku frábærlega,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna eftir frábæran sigur á Serbum, 23:21, í...
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum er Bergischer HC og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 25:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Ýmir Örn Gíslason var allt í öllu í vörn Rhein-Neckar í leiknum og...
Aftureldingarmenn gerðu góða ferð austur á Selfoss í kvöld og kræktu þar í fyrsta sigur sinn í Olísdeild karla er þeir lögðu lið Selfoss í Sethöllinni, 26:24, eftir að staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.Afturelding hefur þar...
„Þetta gekk svo vel alveg frá byrjun. Tilfinningin núna eftir svona frábæran leik er alveg æðisleg,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikstjórnandi, í samtali við handbolta.is eftir sigurleikinn á Serbum, 23:21, í undankeppni EM kvenna í...
„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að...
Annað af toppliðum Grill66-deild karla, Hörður, á Ísafirði hefur þurft að sitja undir ágjöfum á áhöfn sinni síðustu daga eftir því sem næst verður komist.
Lettinn Endijs Kusners, sem kom til Harðar um mitt síðasta tímabil, mun hafa farið...
Lið Þórs frá Akureyri varð fyrir áföllum í gær er það mætti ÍR í 2. umferð Grill66-deildarinnar í handknattleik karla í Austurbergi. Á Facebook-síðu sinni greina Þórsarar frá því að Viðar Reimarsson og Aron Hólm Kristjánsson hafi báður farið...
Eftir að hafa skoraði 16 mörk í kappleik um miðja vikuna lét Bjarki Már Elísson sér nægja að skora átt mörk í kvöld þegar lið hans, Lemgo, vann Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:24. Engu...
Fjölnismenn lentu í kröppum dansi er þeir sóttu Kórdrengi heim í Digranes í kvöld í Grill66-deildinni í handknattleik. Kórdrengir létu sinn hlut ekki átakalaust í fyrsta heimaleiknum á Íslandsmótinu þar sem þeir undirstrikuðu að þeir verða sýnd veiði en...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Serbum í undankeppni Evrópumótsins á morgun frá viðureigninni við Svía ytra á miðvikudagskvöld. Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór var kölluð inn í hópinn í stað Lovísu Thompson...
Danir höfðu betur í síðari vináttuleiknum við Íslendinga hjá liðum skipuð stúlkum 18 ára og yngri í Kolding í dag, 26:19, eftir að fjögurra marka munur var í hálfleik, 10:6.
„Heilt yfir fínn leikur hjá okkur þrátt fyrir tap. Okkur...
Framkvæmdir eru langt komnar við nýju íþróttahöllina í Búdapest í Ungverjalandi sem íslenska landsliðið mun leika í á Evrópumeistaramóti karla í byrjun næsta árs. Rúmir tveir mánuðir eru þangað til verktakinn á að skila af sér mannvirkinu fullbúnu. Keppnishöllin...
Haukur Þrastarson skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú þegar Vive Kielce vann Chrobry Glogow, 45:29, í pólsku 1. deildinni í gær. Kielce er með 15 stig að loknum fimm leikjum í deildinni og hefur að vanda nokkra...