Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék ekki með liði PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni í gær vegna meiðsla. Hann tognaði á ökkla á síðustu æfingu fyrir leikinn við Limoges á útivelli í gær.„Læknirinn segir að ég verði frá keppni...
Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum þegar Vive Kielce vann Stal Mielec, 38:28, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sigvaldi skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann þurfti 12 skot til þess að skora mörkin níu....
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau fóru á kostum í síðari hálfleik gegn Leipzig í grannaslag í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag og unnu með 11 marka mun, 32:21, og treystu þar með stöðu...
Fjölnismenn sluppu með skrekkinn í dag þegar þeim tókst að merja út sigur á Herði frá Ísafirði í hörkuleik í Dalhúsum í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þegar upp var staðið var tveggja marka munur Fjölni í hag, 35:33....
Stjarnan færðist upp að hlið Fram í þriðja til fjórða sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri á FH, 29:22, í Kaplakrikia í kvöld. Stjarnan hefur tíu stig eins og Fram en hefur leikið einum leik fleira en...
Haukar og Valur skildu jöfn, 19:19, í hörkuleik í Olísdeild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í jöfnum leik. Valur er þar með í öðru sæti deildarinnar stigi á eftir KA/Þór sem er á toppnum með...
KA/Þór vann hreint ótrúlegan sigur á ÍBV í upphafsleik áttundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 24:23, eftir að hafa verið undir nær allan leiktímann. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:8. Þetta var fjórði...
Grótta vann sinn fjórða leik í röð í Grill 66-deild kvenna í dag þegar liðið lagði Fjölni-Fylki í Fylkishöllinni, 28:20, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.Gróttu var með frumkvæðið í fremur jöfnum fyrri...
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir kostnað við þátttöku á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, vera hærri en við fyrri stórmót. Ástæða þess er fyrst tilkomin vegna þess ástands sem ríkir og hefur ríkt undanfarið ár vegna kórónuveirunnar.Róbert segir viðbótarkostnað...
Ungmennalið Vals fór upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gærkvöld með fimm marka sigri á ungmennaliðið Selfoss, 35:30, í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valsliðið hefur þar með 12 stig að loknum átta leikjum og er tveimur...
Sænska handknattleiksstjarnan Isabelle Gulldén hefur samið við norska meistaraliðið Vipers Kristiansand og gengur til liðs við félagið í sumar þegar núverandi samningur hennar við Brest Bretagne í Frakklandi rennur út. Hin 31 árs gamla Gulldén tilkynnti að loknu EM...
Vængir Júpíters unnu annan sigur sinn á leiktíðinni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu ungmennalið Fram heim í Framhúsið, 25:12. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.
Leikurinn var áfram jafn í síðari hálfleik...
Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Nice allan leikinn í kvöld þegar liðið skellti toppliði Saran, 34:29, í frönsku B-deildinni í handknattleik en leikið var í Nice. Heimamenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og höfðu...
Tilkynning heilbrigðisráðherra um vægar tilslakanir á samkomutakmörkunum sem kynntar voru opinberlega valda vonbrigðum, svo ekki sé fastara að orðið kveðið. Engar tilslakanir eru gerðar vegna íþróttakappleikja.Íþróttaleikir mega fara fram fyrir luktum dyrum næstu vikur eins og verið hefur að...
Viðbúið er að hornamaðurinn eldfljóti, Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leiki ekki með Aftureldingu á næstunni. Hann tognaði á vinstri lærvöðva þegar hann hljóp fram í hraðaupphlaup í viðureign Aftureldingar og Hauka í Olísdeildinni að Varmá í fyrrakvöld. Gunnar Magnússon,...