Ekki fór mikið fyrir því í fréttum í sumar þegar handknattleiksþjálfarinn og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og Georgíu, Roland Eradze, var ráðinn aðstoðar- og markvarðaþjálfari úkraínska meistaraliðsins í karlaflokki, Motor Zaporozhye. Hjá félaginu starfar Roland við hlið sannkallaðs Íslandsvinar, Gintaras...
Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, vonast til þess að stutt sé í að hægri hornamennirnir Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Halldór Ingi Jónasson, geti farið að æfa með liðinu af fullum krafti. Báðir hafa þeir glímt við meiðsli um nokkurt...
Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaðurinn sterki í liði Aftureldingar, fingurbrotnaði í leik Aftureldingar og Stjörnunnar í Hafnarfjarðarmótinu um síðustu helgi. Blær Hinriksson sem gekk til liðs við Aftureldingu frá HK í sumar er ristarbrotinn.Að sögn Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar,...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen í Þýskalandi og landsliðsþjálfari Íslands í karlaflokki, krækti m.a. í þýsku landsliðsmennina Tomi Kastening og Silvio Heinevetter í sumar. Sá síðarnefndi hefur árum saman verið markvörður Füchse Berlin. Fleiri leikmenn bættust í hópinn hjá Melsungen...
Ekki verða krýndir bikarmeistarar í danska karlahandboltanum þetta árið. Úrslitahelgi bikarkeppninnar, Santander Cup, hafði verið slegið á frest í nokkuru sinnum en á dögunum var ákveðið að hætta við allt saman. Upphaflega stóð til að leika undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn...
Norska stórstjarnan Sandor Sagosen segir að íþróttalegt umhverfi sé á allt öðru og hærra stigi hjá þýska meistaraliðinu THW Kiel en franska meistaraliðinu PSG í París. „Hjá PSG geldur handboltinn fyrir að vera íþrótt númer tvö á eftir fótboltanum....
„Ég hlakka mikið til að byrja að leika handbolta á nýjan leik eftir nærri sex mánaða hlé,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir þegar handbolti.is heyrði í henni hljóðið þar sem hún var stödd í Zwickau í austurhluta Þýskalands. Eftir...
Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar og landsliðsmaður Íslands í handknattleik, hefur ekki verið mikið í fréttum síðustu mánuði. Hann gerði það gott með sænska landsliðið um nærri fjögurra ára skeið en tók í fyrrasumar við þýska stórliðinu Rhein-Neckar...
Rúmir fimm mánuðir liðu frá því að Íslandsmótið í handknattleik fékk snubbóttan enda þar til næst var flautað til leiks í mótsleik í handbolta hér á landi þegar hið árlega Ragnarsmót var haldið á Selfossi eftir miðjan ágúst. Með...
Það er kunnara en frá þurfi að segja að handknattleiksfélög um alla Evrópu hafa orðið fyrir þungum búsifjum eins og margir aðrir vegna covid19 farsóttarinnar. Mörg hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á launum og öðrum greiðslum...
Kiril Lazarov, einn fremsti handknattleiksmaður síðustu tveggja áratuga, segist reikna með að rifa seglin við lok þessarar leiktíðar, næsta vor. „Ég held að þetta sé að verða komið gott hjá mér,“ sagði Lazarov í samtali við króatíska fjölmiðilinn Vecernji...
Á ársþingi HSÍ í júní voru samþykktar nokkrar breytingar á skipan U-liðanna sem hafa verið aðsópsmikil í báðum Grill 66-deildunum undanfarin ár. Sitt hefur hverjum sýnst um skipan þessara liða þar sem innan ákveðinna marka hafa sterkir leikmenn úr...
Liðin sem leika í Grill 66-deild karla hafa safnað til sín leikmönnum í sumar. Þegar þetta er skrifað þá er ekki séð fyrir endann á öllum þeim breytingum þar sem hið nýja lið Kríu á Seltjarnarnesi hefur boðað frekari...
Það voru ekki aðeins leikmenn liðanna sem taka þátt í Íslandsmótinu sem skiptu um vettvang í sumar. Þjálfarar fluttust á milli liða hér innanlands. Sumir fluttust á milli liða í Olís-deild karla en einnig fluttust þjálfarar heim frá útlöndum....
Eins og oft áður hefur verið líflegt á leikmannamarkaðnum karlaflokki í sumar. Ekki aðeins hafa menn skipt á milli félaga innanlands heldur hefur hópur handknattleikskarla flust til landsins frá Evrópu. Hér að neðan má finna lista sem handbolti.is hefur...