ÍR-ingar töpuðu sínum sextánda leik í Olísdeild karla í handknattleik í dag þegar þeir sóttu leikmenn Selfoss heim í Hleðsluhöllina á Selfossi, 28:23. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að ÍR-ingar kveðji deildina í vor eftir erfitt tímabil....
Haukar misstíga sig ekki í toppbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir halda áfram að sigla nokkuð fyrir ofan önnur lið deildarinnar og þeir undirstrikuðu þá stefnu sína með því að leggja KA á sannfærandi hátt í Schenkerhöllinni á Ásvöllum...
Eyjamenn skoruðu tvö síðustu mörkin í leik sínum við Fram í Safamýri í dag í Olísdeild karla og tóku bæði stigin með sér heim eftir sveiflukenndan leik, 30:29. Framarar töpuðu þar með öðum heimaleik sínum í röð eftir að...
Leikmenn Þórs Akureyrar eru svo sannarlega ekki af baki dottnir í Olísdeild karla þótt syrt hafi álinn eftir því sem á keppnistímabilið hefur liðið. Þeir ráku af sér slyðruorðið í dag og skelltu leikmönnum Vals á sannfærandi hátt í...
Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, segist ekki ætla að sækja um frestun á leikjum liðsins sem fram eiga að fara í Olísdeildinni föstudaginn 30. apríl gegn FH og mánudaginn 3. maí á móti ÍR eftir að Tandri Már Konráðsson,...
Danska handknattleiksliðið Aalborg Håndbold hefur verið á vörum margra handknattleiksáhugamanna og fjölmiðla undanfarna vikur eftir að það gerði óvænt samning við dönsku stórstjörnuna Mikkel Hansen skömmu eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Hansen er einn þekktasti íþróttamaður Dana. Hansen...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur kallað Tandra Má Konráðsson leikmann Stjörnunnar inn í landsliðshópinn í handknattleik eftir að ljóst varð að Arnór Þór Gunnarson og Elvar Ásgeirsson geta ekki tekið þátt í þeim leikjum sem framundan...
Sextándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í dag þegar fjórir leikir fara fram. Þeir hefjast allir klukkan 16. Einn leikur í þessari umferð var háður í gærkvöld þegar Afturelding sótti Stjörnuna heima. Leikmenn FH og Gróttu sitja yfir...
Sandra Erlingsdóttir var valinn maður leiksins í gær þegar lið hennar EH Aalborg tapaði fyrir SönderjyskE í fyrsta umspilsleiknum um keppnisrétt til að skora á næst neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar í umspilsleiki um sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili....
Stjarnan lagði Aftureldingu með tveggja marka mun, 35:33, í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tók þar með strikið upp í fjórða sæti deildarinnar. Garðabæjarliðið hefur nú 18 stig að loknum 16 leikjum...
Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart bitu frá sér í kvöld eftir fremur brösótt gengi í síðustu leikjum í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Göppingen, 28:26, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að...
Ekkert varð af því að Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í Nice mættu Sarraebourg í næst efstu deild franska handknattleiksins síðdegis í dag. Kórónuveiran leikur marga grátt í Frakklandi um þessar mundir og eftir því sem fram kemur á...
Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, komst að minnsta kosti um stund upp í annað sæti þýsku 2. deildarinnar í dag þegar liðið vann Ferndorf, 30:28, á heimavelli. Gummersbach komst þar með stigi upp fyrir N-Lübbecke sem sat í...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk fyrir Skövde þegar liðið vann Kristianstad, 23:22, á heimavelli í þriðja undanúrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Bjarni lék í um stundarfjórðung í leiknum og náði loks að sýna sínar...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg eru í slæmri stöðu eftir tap fyrir SönderjyskE í fyrstu viðureign liðanna í umspili um keppnisrétt í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 26:23. Leikið var á heimavelli EH Aalborg sem...