Örvhenta skyttan Guntis Pilpuks hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði. Hann er annar leikmaður Harðar sem skrifar undir nýjan samning á jafnmörgum dögum. Í gær var greint frá að Raivis Gorbunovs, landi...
Rógvi Dal Christiansen línumaður Fram var í morgun kallaður inn í færeyska landsliðið í handknattleik sem í næstu viku leikur þrjá leiki í undankeppni EM í handknattleik karla. Rógvi var ekki í 17 manna hópnum sem valinn var fyrir...
„Við erum mjög leiðar yfir hvernig tókst til í fyrri leiknum þar sem við ætluðum okkur meira en raun varð á svo að möguleikarnir yrðu meiri nú þegar kemur að síðari leiknum. Staðan er hinsvegar eins og hún er...
Vinstri skyttan, Birgir Steinn Jónsson, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu til næstu tveggja ára. Birgir Steinn gekk í raðir Gróttu frá Stjörnunni á síðasta sumri og hefur verið mikilvægur í liði Gróttu í Olís-deildinni á þessu tímabili....
Ekkert verður af því að hið vinsæla handknattleiksmót barna og unglinga, Partille Cup, fari fram í sumar eins og vonir stóðu til. Er þetta annað árið í röð sem mótið er slegið af.Forráðamenn mótsins gerðu sér vonir um að...
Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í EHV Aue töpuðu í gærkvöld fyrir efsta liði þýsku 2. deildarinnar, HSV Hamburg, 28:24. Leikið var í Hamborg. Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö af mörkum Aue. Sveinbjörn...
Austurríki var eina liðið úr neðri styrkleikaflokki er lék í kvöld sem náði að tryggja sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna. Austurríska landsliðið sló út það pólska með þriggja marka mun, 29:26, í síðari viðureign liðanna. Leikið var...
Tvö Íslendingalið komust í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik en tvö heltust úr lestinni. Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG töpuðu með fimm marka mun fyrir Wisla Plock í síðari viðureign liðanna í Póllandi í kvöld, 31:26, eftir þriggja...
Sebastian Popovic Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson hafa verið ráðnir þjálfara karlaliðs HK til næstu þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HK á Instragram síðu deildarinnar.Sebastian og Guðfinnur hafa þjálfa...
Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur dómstóls sambandsins í máli Harðar á Ísafirði gegn mótanefnd HSÍ vegna ákvörðunar nefndarinnar að úrskurða Herði 10:0 tap í leik gegn Vængjum Júpíters í Grill 66-deild karla standi óraskaður.Öllum...
48. þáttur af Handboltinn okkar kom út í gærkvöld. Að þessu sinni fengu Jói og Gestur, Sævar Pétursson framkvæmdarstjóra KA í spjall og fóru yfir stöðuna á kærumálinu eftir leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna. Sævar lýsti furðu...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur bætt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, leikmanni Vals, við landsliðshópinn sem æfir nú hér heima fyrir síðari leikinn gegn Slóveníu.Anna Úrsúla var ekki í leikmannahópnum í fyrri viðureigninni við Slóvena í Ljubljana á...
Landsliðsmarkverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru á meðal þeirra sem eiga glæsilegustu tilþrif markvarða í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar um danska meistaratitilinn. Ágúst Elí stendur á milli stanganna hjá KIF Kolding og Viktor Gísli Hallgrímsson er vaktinni...
Arnór Þór Gunnarsson hornamaður Bergischer HC og íslenska landsliðsins var valinn í úrvalslið 26. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik en umferðinni lauk um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið á leiktíðinni sem Arnór Þór er í liði...
„Ég er auðvitað bara spenntur og stoltur,“ sagði Elvar Ásgeirsson, nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik karla og leikmaður franska B-deildarliðsins Nancy við handbolta.is. Elvar, sem á engan landsleik að baki, var valinn í íslenska 18-manna landsliðshópinn í gær. Fyrir...