Leik Íslendingaliðsins Bietigheim við Grosswallstadt í þýsku 2. deildinni var frestað á elleftu stundu á miðvikudagskvöld eftir að niðurstaða barst um að einn leikmaður liðsins hafi greinst smitaður af kórónuveirunni aðeins 40 mínútum áður en flauta átti til leiks....
Leikmenn sem taka þátt í Evrópumótinu í handknattleik kvenna sem fram fer í desember í Noregi og í Danmörku verða að gangast undir strangar reglur meðan þeir taka þátt í mótinu til að koma í veg fyrir smit kórónuveiru....
Nýr þáttur hjá drengjunum í Handboltinn okkar kom út í dag þar sem Arnar Daði þjálfari Gróttu fór yfir leikstíl liðsins ásamt öðru og þá fóru þeir aðeins yfir hlaupapróf dómara með honum.
Í seinni hluta þáttarins var Þorvaldur...
Handknattleiksmaður Alexander Petersson leikur ekki með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, á næstunni. Alexander meiddist í leik gegn Leipzig um síðustu helgi.
Rifa er í festingum þríhöfða upphandleggs upp við vinstri öxl. Alexander staðfesti í skilaboðum til handbolta.is í dag...
Vegna fréttar á handbolti.is í morgun um að karlalið Þórs á Akureyri í handknattleik sé í sóttkví eftir að einn leikmaður liðsins var í tengslum við smitaðan einstakling áður en hann fór á æfingu liðsins á þriðjudaginn hafði Magnús...
„Ég get staðfest að við fengum bréf frá samtökum félagsliða í Þýskalandi þar sem spurt var um hvernig HSÍ hyggist tryggja sóttvarnir leikmanna hér á landi vegna þátttöku þeirra í landsleikjunum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í...
Forsvarsmenn þýskra handknattleikslið hyggjast taka höndum saman og neita leikmönnum sínum að fara frá liðunum til þess að taka þátt í landsleikjum sem framundan eru og fara fram í nóvember. Frá þessu er greint í þýskum fjölmiðlum í morgun....
Króatinn Igor Karacic hefur farið á kostum með pólska liðinu Vive Kielce það sem af er keppnistímabilsins. Hann kórónaði frammistöðu sína gærkvöld með því að skora 13 mörk í 15 skotum þegar Kielce vann PSG, 35:33, í 5. umferð...
Karlalið Þórs á Akureyri er komið í sóttkví og mun ekki æfa aftur fyrr en eftir helgi, að því gefnu að enginn leikmaður liðsins hafi smitast af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Þorvaldur Sigurðsson, annar þjálfari Þórs í samtali við útvarpsþáttinn...
Sveinn Jóhannesson og samherjar í Sönderjyske töpuðu í gærkvöld öðrum leik sínum í vikunni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir fengu leikmenn Fredericia í heimsókn. Gestirnir voru ákveðnari frá upphafi til enda og unnu með fjögurra marka mun,...
Pólska meistaraliðið Vive Kielce, sem Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með, er á toppi A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir tveggja marka sigur á stórliði PSG, 35:33, í fimmtu umferð riðlakeppninnar í kvöld en leikið var í Kielce. Í hörku leik var...
Janus Daði Smárason átti frábæran leik þegar Göppingen vann efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Leipzig 25:22, á útivelli í kvöld þegar 5. umferð deildarinnar hófst. Þetta var fyrsta tap Leipzig á leiktíðinni.
Janus Daði skoraði fimm mörk í fimm...
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Handknattleikssambandi Íslands undanþágu vegna æfinga og tveggja leikja í undankeppni EM2022 í karlaflokki í byrjun nóvember. Róbert Geir Gíslason staðfestir þetta við handbolta.is í dag.
Leikirnir verða við Litháen 4. nóvember í Laugardalshöll og gegn Ísrael...
Viðureign Balingen, sem landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson leikur með, og Ludwigshafen í þýsku 1. deildinni fer fram eins og stefnt hefur verið að þótt þrír leikmenn Ludwigshafen hafi á dögunum greinst með kórónuveiruna.
Þremenningarnir eru í eingangrun auk þess sem...
„Það verður gott fyrir menn að getað byrjað að hlaupa og æfa á ný inni á parketinu. Við erum fyrst og síðast ánægðir með að mega koma saman til æfinga á ný inni í íþróttasal,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari...