- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Stefnt á að taka upp þráðinn 11. nóvember

Vegna takmarkana á æfingum og keppni í íþróttum hefur HSÍ frestað mótahaldi sínu til 11. nóvember nk. Unnið er að endurröðun leikja í deild og í bikarkeppni meistaraflokka og verður það kynnt nánar í næstu viku. Stefnt er að því...

HK mun æfa í tveimur hópum

„Við fögnum því fyrst og fremst að mega koma saman til æfinga en hvernig fyrsta æfingin verður er ég ekki alveg viss um ennþá en við munum hittast síðar í dag,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK, þegar...

Ásbjörn – hvernig æfir hann í samkomubanni?

Síðustu vikur hafa handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki mátt æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar hefur það ekki komið í veg fyrir að leikmenn liðanna gætu æft einir. Handbolti.is sendi nokkrum leikmönnum þrjár léttar spurningar í ljósi stöðunnar sem var...
- Auglýsing -

Ferðin til Vestmanna var ekki til fjár

Hörður Fannar Sigþórsson og samherjar hans í KÍF frá Kollafirði fóru ekki ferð til fjár í kvöld þegar þeir sóttu lið VÍF heim til Vestmanna í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Heimamenn unnu með fimm marka mun, 31:26, eftir að...

Syrtir í álinn hjá Zagreb

Ekki hefur gamla landsliðsmarkverði Króata, Vlado Sola, tekist að gera kraftaverk á stuttum starfstíma sem þjálfari Zagbreb-liðsins í handknattleik karla. Í kvöld má segja að syrt hafi enn frekar í álinn þegar liðið tapaði fimmta leik sínum í Meistaradeild...

Fimm marka tap á heimavelli

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og samherjar hans í liði Nice, máttu bíta í það súra epli að tapa með fimm marka mun á heimavelli í kvöld fyrir Nancy, 30:25, í B-deildinni í Frakklandi. Nancy, sem er í öðru sæti...
- Auglýsing -

Æfingar meistaraflokka geta hafist á ný

Íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu verða væntanlega opnuð á nýjan leik á morgun samkvæmt frétt á heimasíðu UMFÍ sem mun hafa þjófstartað með tilkynningu sinni í kvöld. Heimildamaður handbolti.is sagði að íþróttasamböndin hafi ætlað að bíða með að greina frá þessu...

Tólf nægðu til að vinna

Lið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, komst inn á sigurbraut á nýjan leik í kvöld þegar það lagði Hüttenberg með eins marks mun á heimavelli, 30:29, eftir að hafa verið undir nær allan síðari hálfleik. Gummersbach situr í...

Fimm marka tap hjá Theu og samherjum

Danska meistaraliðið Esbjerg vann Aarhus United, sem íslenska landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir leikur með, 25:20, í Árósum í kvöld í níundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Esbjerg, sem var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, náði með sigrinum...
- Auglýsing -

Aldrei vafi í Álaborg

Þýskalandsmeistarar THW Kiel unnu öruggan sigur á Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold á heimavelli síðarnefnda liðsins í Álaborg nú síðdegis í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, 31:23. Þetta var fyrsta tap Aalborg í keppninni eftir fjóra sigurleiki. Dönsku meistararnir voru...

Grunur um veðmálasvindl

Hafin er rannsókn meintu veðmálasvindli í tengslum við leik Kadetten Schaffahausen og GOG í Evrópudeildinni í handknattleik í gær og að jafnvel hafi verið reynt að hagræða úrslitum. Þetta hefur TV2.dk í Danmörku fengið staðfest hjá dönsku getraununum, Danske...

Ekki áhugi fyrir Ítalíuför

„Við höfum engan áhuga á að fara út. Annaðhvort fara leikirnir fram heima eða að við drögum liðið úr keppni,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þór spurður um væntanlega leiki liðsins í Evrópubikarkeppninni. Eins og fram kom á...
- Auglýsing -

Reiknað með undanþágu vegna landsleikja

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands segist reikna með að undanþága verði veitt svo að landsleikirnir við Litháen og Ísrael í undankeppni EM2022 í karlaflokki fari fram. Þeir eru fyrirhugaðir í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. Hann segir að...

Smit hjá Íslendingaliði og leik frestað

Þýska 2. deildarliðið EHV Aue, sem tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með, hefur fengið viðureign sinni við Elbflorenz, sem til stóð að færi fram í kvöld, frestað um ótiltekinn tíma. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu EHV Aue hefur einn leikmaður liðsins...

Sigríður – hvernig æfir hún í samkomubanni?

Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum leikmönnum þrjár léttar spurningar í ljósi stöðunnar. Sigríður Hauksdóttir, hornamaður...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -