Tryggvi Garðar Jónsson leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals sleit sin í baugfingri hægri handar í viðureign Flensburg og Vals í Evrópudeildinni. Síðan er liðin rúm vika og talið er sennilegt að Tryggvi verði ekki kominn á ferðina aftur með...
U-19 ára landslið kvenna í handknattleik fer til Tékklands í byrjun mars og leikur tvisvar sinnum vð tékkneska landsliðið, 3. og 4. mars í Most. Leikirnir og æfingar í kringum þá eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku á Evrópumeistaramótinu...
„Leikur okkar var frábær og stemningin í húsinu alveg geggjuð. Mikilvægi sigursins er síðan mjög mikið í þessum ótrúlega jafna riðli sem við erum í. Enginn annar riðill keppninnar er eins jafn og þessi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari...
Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og gengur til liðs við félagið í sumar. Handknattleiksdeild FH tilkynnti þeta í morgun.
Daníel Freyr, sem er 33 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur hjá FH...
Þrír af fjórum leikjum átta liða úrslita Poweradebikars karla í handknattleik (bikarkeppni HSÍ) fara fram í kvöld. Fjórða viðureignin verður á föstudaginn.
Meðal leikja kvöldsins, sem nánar eru teknir saman hér fyrir neðan, er viðureign Hauka og Harðar á...
Cemal Kütahya fyrirliði tyrkneska landsliðsins í handknattleik karla og fimm ára sonur hans létust í jarðskjálftanum í landinu fyrir rúmri viku. Tyrkneska handknattleikssambandið sagði frá þessum sorgartíðinum í gærmorgun. Eiginkonu Kütahya og tengdamóður er enn leitað. Eiginkonan er gengin...
Áttunda umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik fór fram í kvöld. Að vanda voru 12 leikir á dagskrá. Fyrir utan Valsmenn voru fleiri Íslendingar í sviðsljósum leikjanna, bæði leikmenn og þjálfarar.
Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni og fara þær fram...
Valsmenn eru komnir í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir magnaðan leik gegn sauðþráum leikmönnum og þjálfara spænska liðsins Benidorm í Origohöllinni í kvöld, 35:29, eftir að hafa verið yfir, 17:15, að loknum fyrri hálfleik. Valsmenn léku frábærlega...
ÍBV vann afar öruggan sigur á Stjörnunni í kvöld í Vestmannaeyjum þegar liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar mættust í 16. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik.
Lokatölur, 30:24, eftir að ÍBV var þremur mörkum yfir í leiknum, 14:11....
Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir vináttulandsleikina gegn Noregi B sem fara fram í byrjun mars en leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikirnir og æfingar fyrir þá verða liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir...
Valur hefur kallað línumanninn Jóel Bernburg heim í bækistöðvarnar eftir nokkurra mánaða dvöl í herbúðum Gróttu sem lánsmaður. Grótta segir frá í morgun.
„Jóel kom á lán til okkar í sumar og hefur staðið sig mjög vel í herbúðum Gróttu....
Árni Stefán Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu í sumar.
Árni Stefán þekkir hvern krók og kima í Kaplakrika enda rótgróinn FH-ingur. Hann er reyndur þjálfari sem starfað hefur...
Eins og flesta daga þá verður eitthvað um að vera á handknattleiksvöllum landsins í kvöld. Vonandi verður loksins hægt að leika viðureign ÍBV og Stjörnunnar í Olísdeild kvenna.
Um er að ræða síðasta leikinn í 16. umferð. Liðin tvö...
Eftir 12 ár í Ungverjalandi flytur króatíski markvörðurinn Mirko Alilovic til Póllands í sumar. Hann hefur samið við Wisla Plock. Alilovic var í sjö ár markvörður Veszprém og er nú kominn inn á sitt fimmta ár með Pick Szeged....
Valur vann stórsigur á Selfossi í heimsókn í Sethöllina á Selfossi í kvöld í 16. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik, 33:19, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Valur er efstur í deildinni með...