Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi í kvöld og skoraði 10 mörk í átta marka sigri liðs hans, Kadetten Schaffhausen á Fejar B.A.L-Veszprémi 33:25, í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Veszprém Arena og...
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir lesa í okkar leik. Eftir þeim leikjum sem ég hef séð með Benidormliðinu í spænska handboltanum þá hefur liðið ekki keyrt mikið upp hraðann. Þess vegna er óljóst hvort þeir vilji hlaupa...
Franska handknattleiksmanninum Noah Virgil Angelo Bardou hjá Herði á Ísafirði er frjálst að róa á önnur mið.Hlaðavarpsþátturinn Handkastið hefur heimildir fyrir þessu og segir umsjónarmaður nýjasta þáttarins, sem kom út í gærkvöld, að Bardou megi vera áfram á...
Rúm vika er liðin frá því að síðasta var leikið í Grill66-deild karla í handknattleik karla. Nú hillir undir að leikmenn taki til óspilltra málanna inni á leikvellinum á nýjan leik.Fimmta umferð hefst í kvöld og verður framhaldið...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg hefur farið á kostum með þýska meistaraliðinu á keppnistímabilinu á öllum vígstöðum. Skal þar engan undra að Hafnfirðingurinn kraftmikli er einn sjö leikmanna sem koma til greina í vali...
Oddur Gretarsson var valinn í lið sjöundu umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik en liðið var tekið saman í gær. Oddur lék afar vel og skoraði sjö mörk þegar Balingen-Weilstetten vann Tusem Essen, 30:29, á heimavelli á föstudagskvöldið. Akureyringurinn...
„Leikur okkar var mjög flatur í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir tveggja marka tap fyrir Fram á heimavelli, 34:32, í 7. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Haukar geta þakkað fyrir að hafa ekki tapað...
„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Það gekk hreinlega allt upp hjá okkur. Við vissum að Haukar kæmu til baka í síðari hálfleik og að við yrðum að vera á varðbergi og gæta þess að missa ekki forystuna út...
Framarar halda sínu striki í öðru sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir sanngjarnan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 34:32, og tíu marka forskot í hálfleik, 22:12.Hörmungarleikur Hauka í fyrri hálfleik kom leikmönnum svo sannarlega í koll....
Íslandsmeistarar Vals nýttu sér beint flug til Spánar á laugardaginn og voru komnir inn á hótel á Benidorm á laugardagskvöld. Í gær var æft í keppnishöllinni og fyrir dyrum stendur önnur æfing í kvöld áður en tekist verður á...
Eftir að hafa beðið afhroð í viðureign við hollenska landsliðið á æfingamóti í Stavangri fyrir helgina þá sneru leikmenn norska landsliðsins í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, bökum saman í tveimur síðari leikjum mótsins.Norsku heimsmeistararnir unnu Dani,...
Fjórði leikur sjöundu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar taka á móti Fram. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Haukar eru í margumtöluðu áttunda sæti fyrir heimsókn Framara á Ásvelli með fimm stig...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg þegar liðið vann Leipzig, 32:24, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Magnus Saugstrup og Kay Smits skoruðu einnig fimm...
Úrslit leikjanna þriggja í 7. umferð Olísdeildar karla sem fram fóru í dag.Hörður - Afturelding 29:36 (12:17).Mörk Harðar: José Esteves Neto 6, Mikel Amilibia Aristi 6, Endijs Kusners 5, Suguru Hikawa 4, Victor Iturrino 3, Jón Ómar Gíslason 2,...
Selfoss fór upp að hlið Fram og Aftureldingar í annað til fjórða sæti Olísdeildar karla í kvöld með níu stig eftir að hafa kjöldregið leikmenn ÍR í viðureign liðanna í 7. umferð í Skógarseli í kvöld, 35:26. Mestur varð...