- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Donni fór hamförum í öruggum sigri

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, fór á kostum í kvöld þegar lið hans PAUC vann Chartres, 32:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli. Donni var markahæsti leikmaður PAUC með níu mörk, ekkert þeirra úr vítakasti. Héldu honum engin...

Óttast aðeins næsta leik

„Ég er rosalega ánægð með þessu byrjun. Hún gefur okkur mikið en ég óttast aðeins næsta leik,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram í samtali við handbolta.is í kvöld eftir stórsigur á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum...

Hentum þessu frá okkur í upphafi

„Leikmenn voru yfirspenntir. Við hentum leiknum frá okkur á fyrstu fimmtán mínútunum. Eftir það var verkefnið erfitt, nánast vonlaust,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við handbolta.is í kvöld eftir að ÍBV steinlá fyrir Fram, 28:18, í fyrstu viðureign liðanna...
- Auglýsing -

Framarar kafsigldu ÍBV

Fram kom á mikilli siglingu til leiks í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í kvöld og hreinlega kafsigldi ÍBV-liðið, 28:18, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 15:6. Næsti leikur liðanna verður í Vestmannaeyjum á mánudaginn. Fyrri hálfleikur var hreinlega...

Valur tók forystuna

Valur tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu við KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik með eins marks sigri, 28:27, í fyrsta leik liðanna í Origohöllinni í kvöld. KA/Þór var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13, eftir að hafa verið...

Þjóðarhöll á að verða tilbúin eftir þrjú ár

Ríki og Reykjavíkurborg eru sammála um að ráðast í byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal sem uppfyllir alþjóða kröfur til keppni landsliða í innahússboltagreinum. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki 2025. Þessu til staðfestingar undirrituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra,...
- Auglýsing -

Alusovski heldur áfram að þjálfa Þór

Norður Makedóníumaðurinn Stevce Alusovski heldur áfram þjálfun Þórs á Akureyri á næsta keppnistímabili í Grill66-deild karla. Frá þessu var greint á balkan-handball í gær. Þar segir að Alusovski hafi samþykkt að stýra Þór á næsta keppnistímabili. Undir stjórn Alusovski hafnaði...

Víkingar eru ekki að spara blekið

Víkingar eru ekki að spara blekið þessa dagana. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum kemur til félagsins eða skrifar undir nýja samninga, jafnt við karla- sem kvennalið félagsins. Nú síðast skrifuðu vinstri hornamennirnir Agnar Ingi Rúnarsson og Arnar Gauti Grettisson...

Titilvörnin hjá Gísla og Ómari verður í Lissabon

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon og félagar þeirra í SC Magdeburg mæta RK Nexe frá Króatíu í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fer í Lissabon 28. maí. Magdeburg hefur titil að verja í keppninni. Dregið var...
- Auglýsing -

Dagskráin: Flautað til leiks í undanúrslitum

Undanúrslit Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í kvöld. Leikmenn Vals og Íslandsmeistara KA/Þórs ríða á vaðið í Origohöllinni klukkan 18, liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fyrir ári síðar. KA/Þórs-liðið fékk Íslandsbikarinn afhentan í Origohöllinni eftir fjórðu viðureign...

Viljayfirlýsing um þjóðarhöll undirrituð í dag

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag, föstudaginn 6. maí, kl. 15.30 í Laugardal. Undirritunin fer fram utandyra í trjágöngunum í...

Handboltinn okkar: Önnur umferð í undanúrslitum, umspilið og leiðréttar rangfærslur

Ekki er slegið slöku við í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar þessa dagana en drengirnir gáfu út sinn fertugasta og fyrsta þátt í gær. Í þættinum fjölluðu þeir um leiki 2 í undanúrslitum karla. Að þeim loknum þá má með sanni segja...
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Sigvaldi, Bjarni, Sävehof í vanda, Fabregas

Haukur Þrastarson var ekki í leikmannahópi Łomża Vive Kielce þegar liðið vann enn einn stórleikinn í pólsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðsmenn Piotrkowianin komu í heimsókn, 39:21. Sigvaldi Björn Guðjónsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla. Łomża Vive Kielce...

Þeir treystu og fylgdu leikplaninu

„Menn voru eðlilega ekki sáttir eftir síðasta leik og komu því heldur betur klárir í leikinn í kvöld. Upphafskaflinn var svakalega góður,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, glaður í bragði eftir sigur á Fjölni í þriðja leik liðanna í...

Teitur Örn hafði betur gegn Janusi Daða

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust upp í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Janusi Daða Smárasyni og félögum í Göppingen, 26:21, í FlensArena í Flensburg í kvöld. Flensburg er...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -