Örvhenta skyttan Berta Rut Harðardóttir hefur ekkert leikið með Haukum í síðustu tveimur leikjum, gegn Fram í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins og í sigurleiknum á HK í fyrstu umferð Olísdeildarinnar í Schenkerhöllinni á laugardaginn.
Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka,...
Karolis Stropus lék ekkert með Selfossliðinu í síðari leiknum við tékkneska liðið Koprivnice ytra í gær eftir að hafa meiðst undir lokin á fyrri viðureigninni daginn áður.
„Við vitum ekki hvort meiðsli hans eru alvarleg. Það virðist eitthvað hafa rifnað...
Þýska 1.deildarliðið MT Melsungen staðfesti í morgun að Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari hafi verið leystur frá störfum. Fregnir um þetta láku út á föstudagskvöld m.a. í staðarmiðli.
Guðmundur tók við þjálfun MT Melsungen í lok febrúar 2020. Samningur hans...
Línu- og varnarmaðurinn sterki, Heimir Óli Heimisson, var ekki í leikmannahópi Hauka gegn Fram þegar liðin mættust í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á laugardagskvöld.
Í samtali við handbolta.is sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að...
Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, skoraði eitt mark í fimm skotum þegar lið hennar Kristianstad HK tapaði naumlega fyrir Kärra HF á heimavelli í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildinnar í gær, 27:26.
Fredrikstad Bkl, liðið sem Elías Már Halldórsson þjálfar, tapaði...
Ída Margrét Stefánsdóttir, unglingalandsliðskona, lék á als oddi með ungmennaliði Vals í kvöld þegar það vann ÍR, 23:21, í hörkuleik í 1. umferð Grill66-deildar kvenna í Origohöllini. Ída Margrét skoraði 10 af mörkum Valsliðsins sem var tveimur mörkum yfir...
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum fyrir að hafa staðist þessa raun og ná jafntefli í dag vegna þess að mótlætið var mikið og leikmenn Koprivnice mjög grófir í báðum leikjum. Um leið er ég þakklátur fyrir að enginn...
Orri Freyr Þorkelsson sló upp sýningu í Jotunhallen í Sandefjörd í dag og skoraði 13 mörk í 22 marka sigri norsku meistaranna í Elverum á liðsmönnum Sandefjord. Heimamenn áttu sér aldrei viðreisnar von gegn meisturunum og voru...
Ekki aðeins stóð karlalið Selfoss í ströngu um helgina heldur einnig kvennalið félagsins. Það sótti HK U heim í fyrstu umferð Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Kórinn í Kópavogi í dag. Eftir erfitt tímabil á síðasta vetri vegna margra...
Meistaradeild Evrópu í handknattleik kvenna - leikir helgarinnar
A-riðill:
CSM Búkaresti 27-30 Rostov-Don (9-13)
CSM hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meitaradeildinni á þessari leiktíð en það er versta byrjun þess í sögu sinni í Meistaradeildinni.Rúmenska liðið var með slaka sóknarnýtingu...
Nýliðar þýsku 1. deildarinnar, Lübbecke og HSV Hamburg, gerðu liðum íslenskra handknattleiksmanna skráveifu í leikjum dagsins. Úrslitin eru sem hér segir:
Hannover-Burgdorf - Bergischer 28:20.Arnór Þór Gunnarsson skoraði 1 marka Bergischer.TuS N-Lübbecke - Balingen-Weilstetten 33:27.Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark...
Karlalið Selfoss er komið áfram í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik eftir að hafa unnið Koprivnice samanlagt, 59:53, í tveimur leikjum í Tékklandi í dag og í gær. Síðari viðureigninni í dag lauk með jafntefli, 28:28, þar sem Selfossliðið...
Karlalið Selfoss mætir tékkneska liðinu ISMM Koprivnice öðru sinn í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Koprivnice í dag klukkan 16. Handbolti.is fylgist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.
Selfoss vann fyrri viðureign liðanna í gær...
Stórleikur Hafdísar Renötudóttur í marki Fram var það sem skildi Fram og Stjörnuna að þegar upp var staðið frá viðureign liðanna í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Framhúsinu í dag, lokatölur, 24:22. Fram var fimm mörkum yfir...
Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka stúdíóið sitt í dag og gáfu út nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Kristinn Guðmundsson og Arnar Gunnarsson. Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt...