Nöfn sjö íslenskra liða verða á meðal 205 annarra í skálunum í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í fyrrmálið þegar dregið verður til fyrstu og annarrar umferðar í undankeppni Evrópudeildar karla og kvenna í Evrópubikarkeppni beggja kynja.Herlegheitin hefjast klukkan 9 árdegis...
Handknattleiksdeild Gróttu hefur endurnýjað samninginn við Maksim Akbachev um að sinn áfram starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla samhliða öðru starfi fyrir deildina.Það ríkir mikil ánægja með þau tíðindi enda Maks mikilvægur hlekkur í því samstarfi sem er um þjálfun meistaraflokks...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu Argentínu, 32:27, í æfingaleik í Tókýó í morgun eftir að hafa verið yfir, 14:13, að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur beggja liða áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á...
Ungverjar eru á góðri leið með að eignast gullkynslóð í handknattleik kvenna. Um helgina varð ungverska kvennalandsliðið Evrópumeistari 19 ára og yngri með því að leggja landslið Rússa með níu marka mun í úrslitaleik, 31:22, í Celje í Slóveníu....
Landslið Danmerkur og Þýskalands urðu um helgina Evrópumeistarar í strandhandknattleik en keppni hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið á sólgylltum ströndum borgarinnar Varna við Svarthafsströnd Búlgaríu.Danir, sem voru ríkjandi meistarar í karlaflokki, unnu Króata í úrslitaleik í tveimur...
Japanska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir franska landsliðinu í æfingaleik í Japan í gær, 47:32. Staðan var 18:14 að loknum fyrri hálfleik. Í þeim síðari opnuðust allar flóðgáttir til fulls og mörkin streymdu fram....
Spænska landsliðskonan í handknattleik, Carmen Martin, greinir frá því á instagram síðu sinni að hún hafi tvisvar sinnum greinst með kórónuveiruna eftir komu til Japans í síðustu viku þar sem fyrir dyrum stendur að hún leiki með spænska landsliðinu...
Rakel Sara Elvarsdóttir, hornamaður Íslandsmeistara KA/Þórs var valin í úrvalslið B-deildar Evrópumtótsins í handknattleik kvenna sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið hafnaði í fimmta sæti.Rakel Sara var eini fulltrúi Íslands í úrvalsliði mótsins. Val...
„Við erum stolt af liðinu. Það fer í gegnum mótið með eitt tap, eitt jafntefli og þrjá sigra í leikjunum fimm. Eina tapið var með eins marks mun og jafnteflið var einnig svekkjandi þar sem við vorum nærri sigri....
Ísland hafnaði í fimmta sæti í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir sigur í háspennu vítakeppni gegn Norður Makedóníu, 32:30, í Sport Center Jane Sandanski í Skopje í Norður Makedóníu.Alls lék íslenska liðið fimm leiki í mótinu,...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafnaði í fimmta sæti í B-deild Evrópumótsins í dag eftir sigur á Norður Makedóníu í háspennuleik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni, 32:30. Ísland var með yfirhöndina í leiknum...
Fimmtíu íslenskir krakkar nema nú og leika sér í árlegum Handboltaskóla í Kiel í Þýskalandi sem Árni Stefánsson handknattleiksþjálfari með meiru hefur haldið úti af dugnaði og elju í um nærri áratug. Hópurinn fór utan á föstudaginn og...
Færeyska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, leikur um þriðja sætið í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik í dag í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska landsliðið mætir liði heimamanna í viðureign um fimmta sætið á sama...
Vardar Skopje verður ekki meinuð þátttaka í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili eins og hætta var á. Forseti félagsins, Mihajlo Mihajlosvski, hefur lagt niður skottið og ákveðið að reiða fram eina milljóna evra í tryggingu eins og...
Landslið Norður Makedóníu verður andstæðingur íslenska landsliðsins á morgun í viðureigninni um 5. sæti í B-deild Evrópumótsins í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Leikurinn hefst klukkan 11 og verður hægt að fylgjast með útsendingu frá viðureigninni...