Grill 66-deildir

- Auglýsing -

Fara frá Ásvöllum og yfir í Kaplakrika

Króatísku handknattleikskonurnar Ena Car og Lara Židek, sem léku með Haukum á síðasta keppnistímabili leika áfram hér á landi á næstu leiktíð þótt þær verði ekki áfram liðsmenn Hauka. Samkvæmt heimildum handbolta.is leituðu Zidek og Car ekki langt...

Víkingur klófestir markvörð frá Val

Signý Pála Pálsdóttir, markvörður hefur ákveðið að breyta til og leika með Víkingi á næsta keppnistímabili, hið minnsta. Hún hefur þessu til staðfestingar skrifað undir samning við félagið.Signý Pála er 21 árs gömul og var markvörður hjá Gróttu...

Þjálfarskipti standa fyrir dyrum hjá Herði á Ísafirði

Yfirvofandi eru þjálfaraskipti hjá handknattleiksliði Harðar á Ísafirði. Þarf það vart að koma á óvart eftir fregnir á dögunum um að Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar síðustu fjögur ár, hafi litið í kringum sig, reyndar með leyfi félagsins....
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnbjörg, Þórir, Herrem, Lunde, í annað sinn á HM, Rabek

Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir hefur skrifað undir samning við meistaraflokkslið Víkings í handknattleik. Arnbjörg er 18 ára gömul og kemur til Víkings frá Fram þar sem hún hefur spilað með ungmennaliði liðsins síðustu ár. Arnbjörg leikur á línunni. Koma hennar...

Fjölgar um eitt lið í Grill66-deild kvenna

Sunnudagar verða aðalleikdagar í Grill 66-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Fyrsta umferðin fer fram sunnudaginn 24. september. Gangi drög að niðurröðun leikja deildarinnar eftir hefjast allir leikirnir klukkan 16 þennan síðasta sunnudag septembermánaðar.Tíu lið eru skráð til keppni, einu...

Meira og minna verður leikið á laugardögum

Flautað verður til leiks í Grill 66-deild karla laugardaginn 23. september. Fimm leikir verða á dagskrá, heil umferð vegna þess að tíu lið eru skráð til þátttöku, rétt eins og á síðasta keppnistímabili. Ungmennalið Selfoss og Fram, sem voru...
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Andrea, Þórunn Ásta, Pereira, Portela

Ungur handknattleiksmaður, Haukur Guðmundsson, hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá Aftureldingu á lánasamningi, eftir því sem segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar. Haukur er vinstri hornamaður og hefur átt sæti í U17 ára landsliðinu. Andrea Gunnlaugsdóttir markvörður hefur ákveðið...

Hrafnhildur Anna ætlar að verja mark FH á nýjan leik

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markvörður sem varð Íslandsmeistari með Val í vor hefur skrifað undir eins árs lánssamning við uppeldisfélag sitt, FH. Hrafnhildur Anna er öllum FH-ingum að góðu kunn enda uppalin í Fimleikafélaginu en hún lék allan sinn feril...

Bergur hefur samið við Fjölni til tveggja ára

Markvörðurinn Bergur Bjartmarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Fjölnis í Grafarvogi. Hann þekkir vel til í herbúðum Fjölnis eftir að hafa leikið meira og minna sem lánsmaður hjá félaginu frá Fram síðan haustið 2021."Við fögnum því...
- Auglýsing -

Molakaffi: Rakel Dórothea, Aníta Björk, Andersen í kuldanum, Cadenas

Rakel Dórothea Ágústsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna frá HK. Hún er 17 ára gömul og varð fjórða markahæst í Grill 66-deildinni á síðasta keppnistímabili með 98 mörk. Rakel Dóróthea stendur í ströngu í sumar með...

Jóna Margrét og Unnur bætast í þjálfarateymið

Þjálfarateymi meistaraflokksliðs kvenna hjá Selfoss er fullskipað fyrir átök komandi vetrar í Grill 66-deildinni. Nokkrar breytingar verða frá síðasta keppnistímabili. Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrrverandi landsliðskona kemur inn í teymið sem aðstoðarþjálfari ásamt Eyþóri Lárussyni þjálfara og Katli Heiðari...

Frá ÍBV til Víkings

Tara Sól Úranusdóttir, markvörður úr ÍBV hefur ákveðið að ganga til liðs við Víking og leika með liðinu í Grill 66-deildinni á komandi keppnistímabili.Tara Sól er 19 ára markmaður, uppalin í Vestmannaeyjum þar sem hún hefur leikið með ÍBV...
- Auglýsing -

Berserkir boða þátttöku í Grill 66-deild kvenna

Berserkir, systurlið Víkings, hefur boðað þátttöku í Grill 66-deild kvenna á næstu leiktíð, samkvæmt upplýsingum handbolta.is. Þar með stefnir í að 10 lið verði í deildinni veturinn 2023/2024 en liðin voru níu á síðasta vetri. Berserkir sendu síðast lið...

Mattý Rós kemur á ný til liðs við Víking

Mattý Rós Birgisdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Hún kemur til félagsins frá HK. Mattý er Víkingum ekki ókunnug. Hún lék sem lánsmaður hjá Víkingi fyrri hluta síðasta keppnistímabils. HK kallaði hana til baka úr...

Viktor Berg framlengir samning sinn

Vinstri hornamaðurinn Viktor Berg Grétarson hefur endurnýjað samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára. Viktor er uppalinn Fjölnismaður sem spilaði stórt hlutverk í meistaraflokk síðastliðinn vetur og skoraði 115 mörk í deild og umspilskeppni um sæti í Olísdeildinni...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -