Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Helstu breytingar – þjálfarar

Handbolti.is hefur tekið saman helstu breytingar sem verða á meðal þjálfara frá því að síðasta keppnistímabili lauk. Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun karlaliðs Fredericia.Guðlaugur Arnarsson verður annar þjálfara karlaliðs KA. Rakel Dögg Bragadóttir verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram. Sigfús Páll Sigfússon...

Molakaffi: Einar, Sveinn, Strope, Adolfsson, Sveinn, Halldór, Steinunn, Júlíus, Marteinn, Einar

Einar Ingi Hrafnsson leikmaður Aftureldingar og Sveinn Brynjar Agnarsson leikmaður ÍR sluppu með áminningu á fundi aganefndar HSÍ á þriðjudaginn Báðir fengu þeir rautt spjald fyrir grófan leik í leikjum annarrar umferðar Olísdeildar karla. Dómarar mátu brot beggja falla...

Tinna stendur á milli stanganna hjá Gróttu

Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, hefur gengið til liðs við Gróttu í Grill66-deildinni. Hún er 28 ára gömul og er þrautreynd í markinu. Síðustu tvö ár hefur Tinna leikið með Stjörnunni en var þar áður hjá Haukum. Tinnu er ætlað að...
- Auglýsing -

Sextugur og gefur yngri dómurum ekkert eftir

Engan bilbug er að finna á handknattleiksdómaranum og Mývetningnum Bóasi Berki Bóassyni þótt hann hafi orðið sextugur á dögunum. Áfram dæmir hann kappleiki í efstu deildum karla og kvenna og gefur yngri mönnum ekkert eftir. Bóas Börkur dæmdi í gærkvöld...

Molakaffi: Donni, Teitur Örn Arnór Þór, Ýmir Örn, Viggó, Eydís, Gjekstad

Kristján Örn Kristjánsson, Donni,  átti sannkallaðan stórleik í gærkvöld þegar hann skoraði 10 mörk og var markahæstur leikmanna PAUC þegar þeir unnu Istres, 35:26, á heimavelli í upphafsleik annarrar umferðar frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var í fyrsta...

Flytja úr Digranesi á Ásvelli

Kórdrengir, sem leika í Grill66-deild karla, færa sig um set á keppnistímabilinu sem er framundan. Þeir verða með bækistöðvar á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka. Á síðasta keppnistímabili léku Kórdrengir heimaleiki sína í Digranesi en stunduðu æfingar víðsvegar um...
- Auglýsing -

Breytingar á reglunum – aldrei er góð vísa of oft kveðin

Íslandsmótið í handknattleik hefst á morgun þegar flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Fljótlega hefst keppni í Olísdeild kvenna og Grill66-deildum karla og kvenna. Nokkrar breytingar á handboltareglunum tóku gildi 1. júlí. Áður hefur verið sagt frá þeim á...

Molakaffi: Teitur Örn, Hildur María, Böðvar Páll, Landin, landslið Úkraínu, Simic

Teitur Örn Einarsson er í liði 3. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Teitur Örn skoraði fimm mörk úr fimm skotum þegar Flensburg vann Hannover-Burgdorf á útivelli á laugardaginn, 35:25. Þetta er í fyrsta sinn sem Selfyssingurinn er...

Þrjátíu og fjórir dómarar og 13 eftirlitsmenn

Alls eru 34 dómarar á lista dómaranefndar HSÍ við upphaf keppnistímabilsins í meistaraflokkum karla og kvenna. Þeir voru 36 á sama tíma í fyrra. Þrettán eru skráðir eftirlitsmenn, jafnmargir og fyrir ári. Magnús Kári Jónsson starfsmaður dómaranefndar segir að eins...
- Auglýsing -

Myndskeið: Handbolti í 100 ár á Íslandi

Á þessu ári eru 100 ár liðin síðan að handboltinn kom til Íslands og farið var að æfa íþróttina sem hefur áratugum saman verið ein vinsælasta íþrótt landsins. Árangur landsliðanna hefur verið framúrskarandi og íslenskir handknattleiksmenn orðið að goðsögnum,...

Myndir: Fjöldi fólks kom á minningarleik Ása

Talið er að á sjöunda hundrað manns hafi komið saman í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í gærkvöld á minningarleik um Ásmund Einarsson fyrrverandi formann handknattleiksdeildar Gróttu sem lést um aldur fram síðla í júlí. Kvennalið Gróttu og U18 ára landslið Íslands...

Minningarleikur Ása fer fram í kvöld

Í kvöld verður minningarleikur um Ásmund Einarsson í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og mætast kvennalið Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna. Ásmundur Einarsson var formaður handknattleiksdeildar Gróttu þegar hann lést um aldur fram...
- Auglýsing -

Rjúka umsvifalaust upp aftur

Lærisveinar Sebastians Alexanderssonar í HK staldra aðeins við í eitt keppnistímabil í Grill66-deild karla gangi spá fyrirliða og þjálfara liða Grill66-deildarinnar eftir. Samkvæmt niðurstöðum hennar vinnur HK-liðið öruggan sigur í Grill66-deildinni og verður á ný í hópi bestu liða...

Gunnar fer með Gróttu upp um deild

Eftir nokkurra ára veru í Grill66-deild kvenna þá mun Grótta taka sæti í Olísdeildinni að ári liðnu gangi spá þjálfara og forráðamanna liða Grill66-deildarinnar eftir. Í henni er Gróttu, undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, spáð sigri í deildinni sem verður...

Hlaðvarpið Handboltinn okkar hefur runnið sitt skeið

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar hefur verið sendur út í síðasta sinn, alltént að sinni, eftir að hafa verið í loftinu síðustu tvö keppnistímabil handknattleiksfólks hér á landi. Í tilkynningu segir að erfiðlega hafi gengið að fá samstarfsaðila til þess að standa...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -