A-landslið karla

- Auglýsing -

Andstæðingur Íslands á morgun vann í kvöld

Ísraelsmenn unnu sinni fyrsta leik í undankeppni EM í handknattleik karla þegar þeir lögðu Litáa, 34:28, í Tel Aviv í kvöld en þjóðirnar eru með Íslandi og Portúgal í riðli. Íslenska landsliðið mætir ísraelska landsliðinu í Tel Aviv klukkan...

Fámennt á einu æfingunni í Tel Aviv – myndasyrpa

Hluti af íslenska landsliðshópnum er kominn til Tel Aviv þar sem hann mætir landsliði Ísraels í undankeppni EM karla síðdegis á morgun. Þeir sem mættir eru æfðu í keppnishöllinni í hádeginu en ljóst er að allur íslenski hópurinn nær...

Talsvert púsluspil að skipuleggja Ísraelsferð

Það hefur kostað talsverða vinnu og heilabrot að koma íslenska landsliðinu, þjálfurum og aðstoðarmönnum til Tel Aviv í Ísrael þar sem landslið Ísraels og Íslands mætast í undankeppni EM karla annað kvöld klukkan 17.30.Fjórir úr hópnum fóru frá Íslandi...
- Auglýsing -

Tandri Már kallaður inn í hópinn – tveir í sóttkví

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur kallað Tandra Má Konráðsson leikmann Stjörnunnar inn í landsliðshópinn í handknattleik eftir að ljóst varð að Arnór Þór Gunnarson og Elvar Ásgeirsson geta ekki tekið þátt í þeim leikjum sem framundan...

„Auðvitað spenntur og stoltur“

„Ég er auðvitað bara spenntur og stoltur,“ sagði Elvar Ásgeirsson, nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik karla og leikmaður franska B-deildarliðsins Nancy við handbolta.is. Elvar, sem á engan landsleik að baki, var valinn í íslenska 18-manna landsliðshópinn í gær. Fyrir...

Fimm breytingar – þar af er einn nýliði í landsliðshópnum

Fimm leikmenn sem ekki hafa verið með í síðustu verkefnum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eru í 18 manna hópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi í dag til þátttöku í þremur síðustu leikjum landsliðsins í undankeppni EM í kringum...
- Auglýsing -

Arnar hefur valið Slóveníufarana

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið þá 16 leikmenn sem hann fer með út til Slóveníu í fyrramálið til þess að mæta landsliði Slóvena í fyrri viðureigninni í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Leikurinn verður...

Þrír leikir á sex dögum í þremur löndum

Ljóst að íslenska landsliðið í handknattleik karla verður á ferð og flugi í lok þessa mánaðar og í upphafi þess næsta. Landsliðið leikur þrjá landsleiki í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur loksins opinberað hvar og...

Enn ríkir óvissa um annan leikinn gegn Ísraelsmönnum

Enn er á huldu hvenær landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni Evrópumóts karla sem fram á að fara í Ísrael verður settur á dagskrá. Eftir því sem næst verður komist hefur Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ekki enn höggvið á hnútinn....
- Auglýsing -

Þétt dagskrá í næstu landsliðsviku – engir leikir eftir 2. maí

Öllum leikjum í undankeppni EM2022 í handknattleik karla skal verða lokið í síðasta lagi 2. maí. Eftir þann tíma verða engir leikir í keppninni. Takist ekki að ljúka riðlakeppninni fyrir þann tíma mun framkvæmdastjórn EHF væntanlega úrskurða úrslit leikja...

Fleiri leikmenn í hverju landsliði í lokakeppni EM

Frá og með lokakeppni EM karla á næsta ári mega 20 leikmenn vera í keppnishópi hvers liðs á mótinu í stað 16 leikmanna á síðustu mótum. Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, samþykkti breytinguna á fundi sínum í gær. Svipaðar reglur...

HSÍ hefur óskað eftir undanþágum

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, staðfesti við handbolta.is í morgun að HSÍ hafi sótt um undanþágur til heilbrigðisráðuneytisins vegna æfinga meistaraflokka og eins til æfinga kvennalandsliðsins sem þarf að hefja undirbúning sem fyrst vegna undankeppni HM sem fram...
- Auglýsing -

Ekkert verður úr Ísraelsferð

Ekkert verður af fyrirhuguðum leik Ísraels og Íslands í undankeppni EM karla sem fram átti að fara í Tel-Aviv á fimmtudaginn. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti fyrir stundu að leiknum hafi verið frestað. Ástæðan er sú að íslenska landsliðið kemst...

Komast ekki til Tel-Aviv

Keppni í riðli íslenska landsliðsins í undankeppni EM karla er í uppnámi. Landslið Litháen sem átti að fara til Ísraels í morgun lagði ekki af stað vegna þess að flug þess frá Istanbúl til Tel-Aviv var fellt niður en...

„Rennd­um svo að segja blint í sjó­inn“

Í gær, 6. mars, voru 60 ár liðin síðan íslenska landsliðið í handknattleik karla hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í Vestur-Þýskalandi undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. Sá árangur var ekki jafnaður fyrr en aldarfjórðungi síðar þegar Ísland varð í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -